Niðurskurður og uppbygging 28. janúar 2010 06:00 Magnús Orri Schram skrifar um fjárlög ríkisins Fjárlög ríkisins fyrir 2010 voru afgreidd með um 100 milljarða halla og er það markmið ríkistjórnarinnar að bæta reksturinn um tæpa 80 milljarða og ná halla ríkissjóðs niður í 22 milljarða fyrir fjárlög 2011. Ég tel að tvö atriði eigi að vega þungt við fjárlagagerð næsta árs. Í fyrsta lagi á meginþungi aðgerðanna fyrir fjárlög 2011 að vera útgjaldamegin og í annan stað að ráðast beri í skattlagningu séreignasparnaðar og þá ekki til að rétta halla ríkissjóðs, heldur til að auka fjárfestingar í atvinnulífinu.Aðlögun að veruleika í útgjöldumÁ þenslutímanum frá árinu 2000 til ársins 2009 tókst ekki að hefta útgjaldavöxtinn að neinu marki og svo var komið árið 2008 að hvergi innan OECD var hlutfall ríkisins af þjóðarframleiðslu meira en hér á landi. Á sama tíma fjölgaði starfsmönnum hins opinbera um 28% meðan 12% fjölgun var á heildarvinnuafli og frá miðju ári 2008 til miðs árs 2009 hækkuðu laun ríkisstarfsmanna um 9,5% þegar laun á almennum markaði hækkuðu um 1,5%. Frá því verður ekki litið að heimilin og atvinnulífið hafa að undanförnu tekið á sig miklar byrðar og aðlagað sinn rekstur með ákveðnum aðgerðum. Stór skref hafa einnig verið tekin í rekstri ríkisins en nú er lag til að gera enn betur. Fram undan er góður tími við undirbúning fjárlaga fyrir árið 2011 og möguleiki til að velta við hverjum steini og skoða hvaða þjónustu ríkið eigi nauðsynlega að inna af hendi. Þá eiga leiðarljós jöfnuðar að vera höfð til grundvallar og grunnþjónustan sérstaklega varin en spyrja á; hverju má fresta og hvað má leggja af? Að mínu mati ber að horfa til sameiningar stofnana (þær eru um 1000 talsins), sameiningar ráðuneyta, breyta þarf verklagi við úthlutun fjár, auka skal samvinnu á milli stofnana ( t.d. kragasjúkrahúsa og Landspítala), og auka útvistun verkefna. Nú er runninn upp tími áskorunar fyrir íslenska stjórnmálamenn um að standast þrýstihópana og ganga ákveðið fram við niðurskurð við fjárlagagerð næsta árs. SéreignasparnaðurUm leið og ríkið sníður sér stakk eftir vexti þarf að huga að frekari uppbyggingu atvinnulífsins og auka tekjur ríkisins til lengri tíma. Það vil ég gera með skattlagningu séreignasparnaðar. Með því er hægt að færa ríkinu um 80 milljarða króna í einskiptisaðgerð (skattleggja stofn séreignar) og svo um 8 milljarða árlega (innstreymi). Þessa fjármuni á hins vegar ekki að nýta til að fjármagna hallarekstur ríkisins eins og sumir hafa lagt til, heldur til fjárfestinga í atvinnulífinu. Við verðum að vera meðvituð um að með skattlagningu séreignastofnsins (einskiptisaðgerðin) er verið að færa skatttekjur morgundagsins til dagsins í dag. Þannig sækjum við tekjur framtíðar til nútíðar, á þeim forsendum að kreppan í dag sé svo einstök að hún réttlæti slíka aðgerð. Því ber okkur að fara gætilega hvernig við nýtum þessa fjármuni. Það er að mínu mati einstaklega óráðlegt að nota tekjurnar til að fresta því að taka á útgjöldum ríkisins og setja peninga þannig í „neyslu ríkisins“. Slíkt er dæmi þann hugsunarhátt sem kom okkur í þessi vandræði. Ef við hins vegar treystum okkur til að nýta fjármunina til að minnka höggið af kreppunni, skapa sjálfbær störf (sem lifa án ríkisstyrkja), breikka skattstofna og beina þannig fjármunum til verkefna sem auka tekjur framtíðarinnar, þá eigum við ekki að hika. Þessar skatttekjur koma bara einu sinni og þess vegna á að nýta þær vel. Dæmi um langtímaverkefni sem geta nýst skattgreiðendum framtíðarinnar er t.d. rannsóknar- og þróunarstarf fyrirtækja, uppbygging í innviðum vaxandi atvinnugreina (t.d. ferðaþjónustu), fjármögnun skattalegra hvata fyrir atvinnulífið (sbr. nýlegt nýsköpunarfrumvarp) eða til þess að spara ríkinu kostnað sem fellur til í framtíðinni (t.d. bygging nýs spítala). Þá mætti nýta fjármagnið til að auka aðgang að lánsfé á viðunandi kjörum til fjárfestingar í atvinnulífi – einhvers konar króna á móti krónu frá einkaaðilum og horfa þá sérstaklega til fjárfestinga í útflutningsatvinnugreinum. Hér má ekki vera á ferð ríkisstyrkt atvinnulíf, heldur á að nýta fjármunina til að auka fjárfestingar í hagkerfinu, efla atvinnulífið og minnka atvinnuleysi en við hvert prósent sem fækkar í hópi atvinnulausra, minnkar kostnaður ríkisins um 3 milljarða á ári. Þannig verði fyrirframgreiðsla á skatttekjum framtíðarinnar ekki nýtt til að fjármagna neyslu ríkissjóðs, heldur til að örva hagvöxt, styrkja atvinnulífið, breikka skattstofna og auka þannig tekjur ríkisins til lengri tíma. Það er eina afsökunin fyrir því að það sé forsvaranlegt að sækja þessa fjármuni. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Icesave-skuldin fari í þróunaraðstoð Staða okkar Íslendinga er ekki öfundsverð og ljóst hvernig sem fer að kreppan á eftir að bíta töluvert meira áður en leiðin fer að liggja upp á við. Það er svo undir okkur komið hvenær viðsnúningurinn verður. Það er víst 30. janúar 2010 06:00 Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Magnús Orri Schram skrifar um fjárlög ríkisins Fjárlög ríkisins fyrir 2010 voru afgreidd með um 100 milljarða halla og er það markmið ríkistjórnarinnar að bæta reksturinn um tæpa 80 milljarða og ná halla ríkissjóðs niður í 22 milljarða fyrir fjárlög 2011. Ég tel að tvö atriði eigi að vega þungt við fjárlagagerð næsta árs. Í fyrsta lagi á meginþungi aðgerðanna fyrir fjárlög 2011 að vera útgjaldamegin og í annan stað að ráðast beri í skattlagningu séreignasparnaðar og þá ekki til að rétta halla ríkissjóðs, heldur til að auka fjárfestingar í atvinnulífinu.Aðlögun að veruleika í útgjöldumÁ þenslutímanum frá árinu 2000 til ársins 2009 tókst ekki að hefta útgjaldavöxtinn að neinu marki og svo var komið árið 2008 að hvergi innan OECD var hlutfall ríkisins af þjóðarframleiðslu meira en hér á landi. Á sama tíma fjölgaði starfsmönnum hins opinbera um 28% meðan 12% fjölgun var á heildarvinnuafli og frá miðju ári 2008 til miðs árs 2009 hækkuðu laun ríkisstarfsmanna um 9,5% þegar laun á almennum markaði hækkuðu um 1,5%. Frá því verður ekki litið að heimilin og atvinnulífið hafa að undanförnu tekið á sig miklar byrðar og aðlagað sinn rekstur með ákveðnum aðgerðum. Stór skref hafa einnig verið tekin í rekstri ríkisins en nú er lag til að gera enn betur. Fram undan er góður tími við undirbúning fjárlaga fyrir árið 2011 og möguleiki til að velta við hverjum steini og skoða hvaða þjónustu ríkið eigi nauðsynlega að inna af hendi. Þá eiga leiðarljós jöfnuðar að vera höfð til grundvallar og grunnþjónustan sérstaklega varin en spyrja á; hverju má fresta og hvað má leggja af? Að mínu mati ber að horfa til sameiningar stofnana (þær eru um 1000 talsins), sameiningar ráðuneyta, breyta þarf verklagi við úthlutun fjár, auka skal samvinnu á milli stofnana ( t.d. kragasjúkrahúsa og Landspítala), og auka útvistun verkefna. Nú er runninn upp tími áskorunar fyrir íslenska stjórnmálamenn um að standast þrýstihópana og ganga ákveðið fram við niðurskurð við fjárlagagerð næsta árs. SéreignasparnaðurUm leið og ríkið sníður sér stakk eftir vexti þarf að huga að frekari uppbyggingu atvinnulífsins og auka tekjur ríkisins til lengri tíma. Það vil ég gera með skattlagningu séreignasparnaðar. Með því er hægt að færa ríkinu um 80 milljarða króna í einskiptisaðgerð (skattleggja stofn séreignar) og svo um 8 milljarða árlega (innstreymi). Þessa fjármuni á hins vegar ekki að nýta til að fjármagna hallarekstur ríkisins eins og sumir hafa lagt til, heldur til fjárfestinga í atvinnulífinu. Við verðum að vera meðvituð um að með skattlagningu séreignastofnsins (einskiptisaðgerðin) er verið að færa skatttekjur morgundagsins til dagsins í dag. Þannig sækjum við tekjur framtíðar til nútíðar, á þeim forsendum að kreppan í dag sé svo einstök að hún réttlæti slíka aðgerð. Því ber okkur að fara gætilega hvernig við nýtum þessa fjármuni. Það er að mínu mati einstaklega óráðlegt að nota tekjurnar til að fresta því að taka á útgjöldum ríkisins og setja peninga þannig í „neyslu ríkisins“. Slíkt er dæmi þann hugsunarhátt sem kom okkur í þessi vandræði. Ef við hins vegar treystum okkur til að nýta fjármunina til að minnka höggið af kreppunni, skapa sjálfbær störf (sem lifa án ríkisstyrkja), breikka skattstofna og beina þannig fjármunum til verkefna sem auka tekjur framtíðarinnar, þá eigum við ekki að hika. Þessar skatttekjur koma bara einu sinni og þess vegna á að nýta þær vel. Dæmi um langtímaverkefni sem geta nýst skattgreiðendum framtíðarinnar er t.d. rannsóknar- og þróunarstarf fyrirtækja, uppbygging í innviðum vaxandi atvinnugreina (t.d. ferðaþjónustu), fjármögnun skattalegra hvata fyrir atvinnulífið (sbr. nýlegt nýsköpunarfrumvarp) eða til þess að spara ríkinu kostnað sem fellur til í framtíðinni (t.d. bygging nýs spítala). Þá mætti nýta fjármagnið til að auka aðgang að lánsfé á viðunandi kjörum til fjárfestingar í atvinnulífi – einhvers konar króna á móti krónu frá einkaaðilum og horfa þá sérstaklega til fjárfestinga í útflutningsatvinnugreinum. Hér má ekki vera á ferð ríkisstyrkt atvinnulíf, heldur á að nýta fjármunina til að auka fjárfestingar í hagkerfinu, efla atvinnulífið og minnka atvinnuleysi en við hvert prósent sem fækkar í hópi atvinnulausra, minnkar kostnaður ríkisins um 3 milljarða á ári. Þannig verði fyrirframgreiðsla á skatttekjum framtíðarinnar ekki nýtt til að fjármagna neyslu ríkissjóðs, heldur til að örva hagvöxt, styrkja atvinnulífið, breikka skattstofna og auka þannig tekjur ríkisins til lengri tíma. Það er eina afsökunin fyrir því að það sé forsvaranlegt að sækja þessa fjármuni. Höfundur er alþingismaður.
Icesave-skuldin fari í þróunaraðstoð Staða okkar Íslendinga er ekki öfundsverð og ljóst hvernig sem fer að kreppan á eftir að bíta töluvert meira áður en leiðin fer að liggja upp á við. Það er svo undir okkur komið hvenær viðsnúningurinn verður. Það er víst 30. janúar 2010 06:00
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun