Útskriftargjöfin til háskólanema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2010 08:45 Það setti að mér hroll, þegar ég sá auglýsinguna frá Bandalagi háskólamanna undir yfirskriftinni „útskriftargjöf til háskólanema" og svo var mynd af farmiða til útlanda - en bara aðra leiðina. Er þetta sú leið, sem ríkisstjórnin vill fara? Búa til þjóðfélag , sem hrekur burt hæfasta og menntaðasta fólkið? Háskólamenntun er forsenda nýsköpunar, enda er einn af gangráðum hagvaxtar vel menntuð þjóð. Rannsóknir sýna að allt að 20% hagvaxtar á Íslandi á árunum 1970 til 1992 má rekja til fjárfestingar í menntun. Einmitt þess vegna verður að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu, eins og stjórnvöld vilja gera. Nýlega sat ég fund á vegum EFTA og ESB um uppbyggingu nýsköpunar, mennta- og rannsóknarsamfélagsins til 2020. Þar voru menn sannfærðir um að efling þessara þátta muni leiða Evrópuþjóðir fyrr út úr þeim þrengingum sem þær standa frammi fyrir og styrkja undirstöður samfélagsins. Það sama gildir að sjálfsögðu um Ísland. Við eigum að halda áfram uppbyggingu háskóla. Við eigum að efla rannsóknar- og þróunarstarf á háskólastiginu en milli velmegunar þjóða og öflugs þekkingarsamfélags liggja sterk bönd. Það gerum við annars vegar með markvissu samstarfi háskóla og hins vegar með sameiningu háskóla. Við verðum að reyna að gera meira fyrir minna. Það er ákall um krefjandi nálgun svo hægt verði að standa vörð um háskólastarfið. kennslu og rannsóknir til lengri tíma. Héraðshöfðingjar verða að sjá hagsmuni heildarinnar í þessu máli. Þar vegur áherslan á gæði þungt. Við þurfum að auka hagvöxt. Mennta- og vísindasamfélagið er tæki til þess. Verkefni stjórnmálanna er að byggja á því sem vel er gert og sækja fram á réttum forsendum. Efla þarf menntun ungs fólks í tæknigreinum til að uppfylla áætlaða þörf í hátækniiðnaði á næstu árum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara þveröfuga leið. Sækja ætti í smiðju þeirra þjóða þar sem best hefur tekist til á þessu sviði og hvernig þjóðir eins og Finnar forgangsröðuðu á erfiðum tímum í ríkissfjármálum. Það kemur samfélaginu öllu til góða að reka öfluga háskóla. Að minnka fjárfestingu til þessa málaflokks með flötum niðurskurði líkt og ríkisstjórnin leggur til er glapræði. Við getum hagrætt. Við getum sparað. En gerum það rétt. Þorum að forgangsraða í þágu framtíðarinnar. Þannig að flugmiði barnanna okkar verði fram og til baka. Við viljum fá fólkið okkar aftur heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það setti að mér hroll, þegar ég sá auglýsinguna frá Bandalagi háskólamanna undir yfirskriftinni „útskriftargjöf til háskólanema" og svo var mynd af farmiða til útlanda - en bara aðra leiðina. Er þetta sú leið, sem ríkisstjórnin vill fara? Búa til þjóðfélag , sem hrekur burt hæfasta og menntaðasta fólkið? Háskólamenntun er forsenda nýsköpunar, enda er einn af gangráðum hagvaxtar vel menntuð þjóð. Rannsóknir sýna að allt að 20% hagvaxtar á Íslandi á árunum 1970 til 1992 má rekja til fjárfestingar í menntun. Einmitt þess vegna verður að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu, eins og stjórnvöld vilja gera. Nýlega sat ég fund á vegum EFTA og ESB um uppbyggingu nýsköpunar, mennta- og rannsóknarsamfélagsins til 2020. Þar voru menn sannfærðir um að efling þessara þátta muni leiða Evrópuþjóðir fyrr út úr þeim þrengingum sem þær standa frammi fyrir og styrkja undirstöður samfélagsins. Það sama gildir að sjálfsögðu um Ísland. Við eigum að halda áfram uppbyggingu háskóla. Við eigum að efla rannsóknar- og þróunarstarf á háskólastiginu en milli velmegunar þjóða og öflugs þekkingarsamfélags liggja sterk bönd. Það gerum við annars vegar með markvissu samstarfi háskóla og hins vegar með sameiningu háskóla. Við verðum að reyna að gera meira fyrir minna. Það er ákall um krefjandi nálgun svo hægt verði að standa vörð um háskólastarfið. kennslu og rannsóknir til lengri tíma. Héraðshöfðingjar verða að sjá hagsmuni heildarinnar í þessu máli. Þar vegur áherslan á gæði þungt. Við þurfum að auka hagvöxt. Mennta- og vísindasamfélagið er tæki til þess. Verkefni stjórnmálanna er að byggja á því sem vel er gert og sækja fram á réttum forsendum. Efla þarf menntun ungs fólks í tæknigreinum til að uppfylla áætlaða þörf í hátækniiðnaði á næstu árum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara þveröfuga leið. Sækja ætti í smiðju þeirra þjóða þar sem best hefur tekist til á þessu sviði og hvernig þjóðir eins og Finnar forgangsröðuðu á erfiðum tímum í ríkissfjármálum. Það kemur samfélaginu öllu til góða að reka öfluga háskóla. Að minnka fjárfestingu til þessa málaflokks með flötum niðurskurði líkt og ríkisstjórnin leggur til er glapræði. Við getum hagrætt. Við getum sparað. En gerum það rétt. Þorum að forgangsraða í þágu framtíðarinnar. Þannig að flugmiði barnanna okkar verði fram og til baka. Við viljum fá fólkið okkar aftur heim.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun