Hollustubyltingin I: Heilbrigðiskerfi fólksins Jón Óttar Ragnarsson skrifar 26. mars 2010 20:53 Nýlegar deilur um fæðubótarefni minna okkur á hin stöðugu átök innan heilbrigðisgeirans milli gamla tímans sem vill njörva allt við hefðbundna farvegi og hinna sem vilja stórauka áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Stærsta vandamálið nú er að baráttan gegn nýjasta faraldrinum, offitunni, gæti endað sem ein mesta lýðheilsustyrjöld sögunnar og hefðbundin ráð, lyf og skurðlækningar, duga skammt í því stríði. Ekki bætir úr skák að offituplágan er aðeins brot af stærri mynd sem sé þeirri að allir mannskæðustu langtímasjúkdómar nútímans eru að miklu leyti fyrirbyggjanlegir . . . með bættum lífsstíl!Forvarnir og lífsstíll Þeir sem enn efast um mikilvægi forvarna ættu að kynna sér stórmerkilegar niðurstöður Hjartaverndar frá ráðstefnu um Forvarnir og lífstíl í nóvember sl. Er með ólíkindum að enginn fjölmiðill skuli enn hafa tekið þær upp. Það kemur sem sé í ljós að tíðni hjartasjúkdóma (okkar algengasta dánarorsök) á Íslandi lækkaði um 80 % á tímabilinu frá 1981 til 2006! Og hver var ástæðan? Betri lyf? Nei. Framfarir í skurðlækningum? Nei. Mörgum til furðu hafa læknar og vísindamenn Hjartaverndar reiknað út að bróðurpartur (72 %) þessarar gríðarlegu lækkunar stafaði af bættum lífsstíl, aðallega bættu mataræði, en einnig minni reykingum og aukinni hreyfingu.Offituplágan Á sama tíma verða þeir feitu æ feitari og veikari. Eru nú þegar nær 60 % fullorðinna og 30 % unglinga á Íslandi of þungir eða feitir. Er talið að árið 2020, þ.e. innan aðeins 10 ára, muni 80 % fullorðinna Íslendinga þjást af offitu! Nú þegar deyja amk. 100 Íslendingar á ári úr þessum sjúkdómi. Ef ekki verður gripið harkalega í taumana gætu dauðsföllin orðið hlutfallslega fleiri en í Bandaríkjunum nú eða sem svarar einni minningargrein á dag árið 2020! Svo er draslfæðuvæðingu og kyrrsetulifnaði nútímans fyrir að þakka að nú stefnir í að sú kynslóð sem er að vaxa úr grasi verði sú fyrsta í meira en 200 ár sem býr við lélegri heilsu og lifir skemur en kynslóðin á undan! Af þessum sökum fjölgar í röðum þeirra stjórnmálaforingja og þjóðarleiðtoga sem ofbýður ástandið, nú síðast forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, sem hefur skorið upp herör gegn offitu barna. Ekki bætir úr skák að tröllaukinn kostnaður vegna offitu og annarra langvinnra sjúkdóma hefur lengi sligað heilbrigðiskerfið. Þegar bankakreppan brast á varð endanlega ljóst að engin þjóð hefur lengur efni á þessu rugli.Heilbrigðiskerfi fólksins Það er bara eitt svar: Úr því við getum að miklu leyti fyrirbyggt þessa sjúkdóma ber okkur skylda til að gera það! En það kallar á breyttan lífsstíl. Og hvernig? Sem betur fer hefur fólkið sjálft fyrir löngu tekið málin í sínar hendur. Enn helsti heilsuhagfræðingur okkar tíma, Paul Zane Pilzer, sýnir fram á í sinni frábæru bók, The Wellness Revolution, að hollustubyltingin, sem nú fer sem eldur í sinu um heiminn hefur töfrað fram nýtt heilbrigðiskerfi við hlið þess gamla. Þetta nýja kerfi spannar m.a. heilsuræktarstöðvar, íþróttamiðstöðvar, fæðubótarfyrirtæki, heilsubúðir, heilsufæði, lífræna ræktun, ylrækt, nuddstofur, nálastungur, hnykkja, jóga, grasalækna, hómópata osfrv. Hollustubyltingin er svar nútímans við þeim mannskæðu langvinnu sjúkdómum sem iðnríkin eiga í höggi við. Má líkja henni við hraðlest sem ber okkur leifturskjótt út á vígstöðvar þessara illvígu sjúkdóma. Aflvaki þessarar byltingar er ört vaxandi, framsækinn og vel upplýstur minnihluti sem gengur á undan með góðu fordæmi, tekur ábyrgð á eigin heilsu og hefur tamið sér hollar fæðuvenjur, stundar reglubundna líkamsrækt osfrv.Lokaorð Sem betur fer krefjast æ fleiri læknar róttækra breytinga á meðan þeir sjálfir gerast jafnvígir á lyf, næringu, hreyfingu osfrv. Sumir ganga svo langt að vilja samtengja heilbrigðiskerfin tvö, það gamla og það nýja. Ef þessi nýju sjónarmið ná fram að ganga gæti landið okkar orðið leiðandi afl í að leysa heilsu- og offitukreppuna og um leið látið draum hundruða lækna og annarra heilbrigðisstétta rætast um að gera Ísland að alþjóðlegri heilsuparadís. Atburðir síðustu vikna sýna hins vegar að enn er mikil andstaða. Hvernig sem það uppgjör endar er víst að aðeins þeir sem verða um borð í eimreiðinni út á vígvöllinn munu leiða baráttuna við offituna og aðra "velmegunarsjúkdóma". Hinir sem missa af lestinni fylgjast með … af áhorfendapöllunum! Dr. Jón Óttar Ragnarsson, næringarfræðingur og fyrrum yfirmaður námsbrautar í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Nýlegar deilur um fæðubótarefni minna okkur á hin stöðugu átök innan heilbrigðisgeirans milli gamla tímans sem vill njörva allt við hefðbundna farvegi og hinna sem vilja stórauka áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Stærsta vandamálið nú er að baráttan gegn nýjasta faraldrinum, offitunni, gæti endað sem ein mesta lýðheilsustyrjöld sögunnar og hefðbundin ráð, lyf og skurðlækningar, duga skammt í því stríði. Ekki bætir úr skák að offituplágan er aðeins brot af stærri mynd sem sé þeirri að allir mannskæðustu langtímasjúkdómar nútímans eru að miklu leyti fyrirbyggjanlegir . . . með bættum lífsstíl!Forvarnir og lífsstíll Þeir sem enn efast um mikilvægi forvarna ættu að kynna sér stórmerkilegar niðurstöður Hjartaverndar frá ráðstefnu um Forvarnir og lífstíl í nóvember sl. Er með ólíkindum að enginn fjölmiðill skuli enn hafa tekið þær upp. Það kemur sem sé í ljós að tíðni hjartasjúkdóma (okkar algengasta dánarorsök) á Íslandi lækkaði um 80 % á tímabilinu frá 1981 til 2006! Og hver var ástæðan? Betri lyf? Nei. Framfarir í skurðlækningum? Nei. Mörgum til furðu hafa læknar og vísindamenn Hjartaverndar reiknað út að bróðurpartur (72 %) þessarar gríðarlegu lækkunar stafaði af bættum lífsstíl, aðallega bættu mataræði, en einnig minni reykingum og aukinni hreyfingu.Offituplágan Á sama tíma verða þeir feitu æ feitari og veikari. Eru nú þegar nær 60 % fullorðinna og 30 % unglinga á Íslandi of þungir eða feitir. Er talið að árið 2020, þ.e. innan aðeins 10 ára, muni 80 % fullorðinna Íslendinga þjást af offitu! Nú þegar deyja amk. 100 Íslendingar á ári úr þessum sjúkdómi. Ef ekki verður gripið harkalega í taumana gætu dauðsföllin orðið hlutfallslega fleiri en í Bandaríkjunum nú eða sem svarar einni minningargrein á dag árið 2020! Svo er draslfæðuvæðingu og kyrrsetulifnaði nútímans fyrir að þakka að nú stefnir í að sú kynslóð sem er að vaxa úr grasi verði sú fyrsta í meira en 200 ár sem býr við lélegri heilsu og lifir skemur en kynslóðin á undan! Af þessum sökum fjölgar í röðum þeirra stjórnmálaforingja og þjóðarleiðtoga sem ofbýður ástandið, nú síðast forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, sem hefur skorið upp herör gegn offitu barna. Ekki bætir úr skák að tröllaukinn kostnaður vegna offitu og annarra langvinnra sjúkdóma hefur lengi sligað heilbrigðiskerfið. Þegar bankakreppan brast á varð endanlega ljóst að engin þjóð hefur lengur efni á þessu rugli.Heilbrigðiskerfi fólksins Það er bara eitt svar: Úr því við getum að miklu leyti fyrirbyggt þessa sjúkdóma ber okkur skylda til að gera það! En það kallar á breyttan lífsstíl. Og hvernig? Sem betur fer hefur fólkið sjálft fyrir löngu tekið málin í sínar hendur. Enn helsti heilsuhagfræðingur okkar tíma, Paul Zane Pilzer, sýnir fram á í sinni frábæru bók, The Wellness Revolution, að hollustubyltingin, sem nú fer sem eldur í sinu um heiminn hefur töfrað fram nýtt heilbrigðiskerfi við hlið þess gamla. Þetta nýja kerfi spannar m.a. heilsuræktarstöðvar, íþróttamiðstöðvar, fæðubótarfyrirtæki, heilsubúðir, heilsufæði, lífræna ræktun, ylrækt, nuddstofur, nálastungur, hnykkja, jóga, grasalækna, hómópata osfrv. Hollustubyltingin er svar nútímans við þeim mannskæðu langvinnu sjúkdómum sem iðnríkin eiga í höggi við. Má líkja henni við hraðlest sem ber okkur leifturskjótt út á vígstöðvar þessara illvígu sjúkdóma. Aflvaki þessarar byltingar er ört vaxandi, framsækinn og vel upplýstur minnihluti sem gengur á undan með góðu fordæmi, tekur ábyrgð á eigin heilsu og hefur tamið sér hollar fæðuvenjur, stundar reglubundna líkamsrækt osfrv.Lokaorð Sem betur fer krefjast æ fleiri læknar róttækra breytinga á meðan þeir sjálfir gerast jafnvígir á lyf, næringu, hreyfingu osfrv. Sumir ganga svo langt að vilja samtengja heilbrigðiskerfin tvö, það gamla og það nýja. Ef þessi nýju sjónarmið ná fram að ganga gæti landið okkar orðið leiðandi afl í að leysa heilsu- og offitukreppuna og um leið látið draum hundruða lækna og annarra heilbrigðisstétta rætast um að gera Ísland að alþjóðlegri heilsuparadís. Atburðir síðustu vikna sýna hins vegar að enn er mikil andstaða. Hvernig sem það uppgjör endar er víst að aðeins þeir sem verða um borð í eimreiðinni út á vígvöllinn munu leiða baráttuna við offituna og aðra "velmegunarsjúkdóma". Hinir sem missa af lestinni fylgjast með … af áhorfendapöllunum! Dr. Jón Óttar Ragnarsson, næringarfræðingur og fyrrum yfirmaður námsbrautar í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun