Vífilfell: Engin hættuleg litarefni í Powerade 29. október 2010 13:57 Vegna frétta um litarefni í Powerade íþróttadrykkjum hefur Vífilfell, dreifingaraðili drykkjanna, sent frá yfirlýsingu þar sem því er vísað á bug að í bláum Powerade drykkjum séu asó-litarefni. Þá er því einnig hafnað að litarefnið sem er í bláum Powerade sé bannað í fjölda Evrópulanda, þvert á móti sé drykkurinn seldur í öllum löndum Evrópu. Yfirlýsing Vífilfells fer hér á eftir í heild sinni: „Fjallað hefur verið um litarefni í drykkjum undanfarna daga í fjölmiðlum og hefur vörumerkið Powerade blandast í umræðuna þar sem gætt hefur misskilnings og misvísandi upplýsinga. Af þeim sökum óskar Vífilfell eftir að koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingum. Gefið hefur verið í skyn að í bláum Powerade, Mountain Blast, séu asó-litarefni sem í umfjöllun hafa verið tengd við rannsóknir á ofvirkni. Þetta er ekki rétt. Powerade Mountain Blast inniheldur litarefni sem eru samþykkt og viðurkennd af innlendum og erlendum eftirlitsstofnunum, s.s. Matvælastofunun Evrópu (EFSA) og Matvælastofnun á Íslandi. Engin asó-litarefni eru heldur að finna í gulum Powerade, Citrus Charge. Sagt hefur verið frá því að litarefni í bláum Powerade sé bannað í fjölda Evrópulanda, þar á meðal Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þetta er ekki heldur rétt. Hið rétta er að í engu Evrópsku landi er í reglugerðum bannað að nota litinn í drykkjarvörum eða annarri matvöru. Blár Powerade, með sama innihaldi og er selt hér á landi, fæst í öllum löndum Evrópu, þar á meðal í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þess ber að geta að lokum að asó-litarefni er að finna í rauðum Powerade og verður vera hans á markaði endurskoðuð fljótlega því Vífilfell skiptir reglulega út bragðtegundum. Asó-litarefni eru fullkomlega lögleg litarefni. Þau eru viðurkennd af EFSA (Evrópsku matvælastofuninni) og Matvælastofnun á Íslandi og eru víða notuð í matvælum. Þróunin hefur þó orðið sú á heimsvísu að framleiðendur hafa dregið úr notkun þeirra að kröfu neytenda vegna neikvæðrar umfjöllunar í fjölmiðlum og í kjölfar aukinnar þekkingar og rannsókna. The Coca-Cola Company og Vífilfell hafa unnið markvisst að því að útiloka ónáttúruleg efni úr öllum drykkjarvörum eftir því sem tækninni fleygir fram, til að koma til móts við þarfir neytenda, byggt á nýjustu þekkingu um næringu og heilnæmi." Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Vegna frétta um litarefni í Powerade íþróttadrykkjum hefur Vífilfell, dreifingaraðili drykkjanna, sent frá yfirlýsingu þar sem því er vísað á bug að í bláum Powerade drykkjum séu asó-litarefni. Þá er því einnig hafnað að litarefnið sem er í bláum Powerade sé bannað í fjölda Evrópulanda, þvert á móti sé drykkurinn seldur í öllum löndum Evrópu. Yfirlýsing Vífilfells fer hér á eftir í heild sinni: „Fjallað hefur verið um litarefni í drykkjum undanfarna daga í fjölmiðlum og hefur vörumerkið Powerade blandast í umræðuna þar sem gætt hefur misskilnings og misvísandi upplýsinga. Af þeim sökum óskar Vífilfell eftir að koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingum. Gefið hefur verið í skyn að í bláum Powerade, Mountain Blast, séu asó-litarefni sem í umfjöllun hafa verið tengd við rannsóknir á ofvirkni. Þetta er ekki rétt. Powerade Mountain Blast inniheldur litarefni sem eru samþykkt og viðurkennd af innlendum og erlendum eftirlitsstofnunum, s.s. Matvælastofunun Evrópu (EFSA) og Matvælastofnun á Íslandi. Engin asó-litarefni eru heldur að finna í gulum Powerade, Citrus Charge. Sagt hefur verið frá því að litarefni í bláum Powerade sé bannað í fjölda Evrópulanda, þar á meðal Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þetta er ekki heldur rétt. Hið rétta er að í engu Evrópsku landi er í reglugerðum bannað að nota litinn í drykkjarvörum eða annarri matvöru. Blár Powerade, með sama innihaldi og er selt hér á landi, fæst í öllum löndum Evrópu, þar á meðal í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þess ber að geta að lokum að asó-litarefni er að finna í rauðum Powerade og verður vera hans á markaði endurskoðuð fljótlega því Vífilfell skiptir reglulega út bragðtegundum. Asó-litarefni eru fullkomlega lögleg litarefni. Þau eru viðurkennd af EFSA (Evrópsku matvælastofuninni) og Matvælastofnun á Íslandi og eru víða notuð í matvælum. Þróunin hefur þó orðið sú á heimsvísu að framleiðendur hafa dregið úr notkun þeirra að kröfu neytenda vegna neikvæðrar umfjöllunar í fjölmiðlum og í kjölfar aukinnar þekkingar og rannsókna. The Coca-Cola Company og Vífilfell hafa unnið markvisst að því að útiloka ónáttúruleg efni úr öllum drykkjarvörum eftir því sem tækninni fleygir fram, til að koma til móts við þarfir neytenda, byggt á nýjustu þekkingu um næringu og heilnæmi."
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira