Innlent

Pétur Sigurgeirsson jarðsunginn

Herra Pétur Sigurgeirsson biskup var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í gær. Prestar í jarðarförinni voru séra Kristján Valur Ingólfsson og herra Karl Sigurbjörnsson biskup, sem jarðsöng.

Pétur var 91 árs gamall, fæddur 2. júní 1919. Hann vígðist til prests árið 1947 og var skipaður vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi árið 1969. Hann varð biskup Íslands árið 1981 og gegndi því embætti til ársins 1989.

Eftirlifandi kona Péturs er Sólveig Ásgeirsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×