Lífið

Seabear ber hæst í Bretlandi

Seabear er líkt við Sufjan Stevens og Arcade Fire.
Seabear er líkt við Sufjan Stevens og Arcade Fire.
Tónleikar Sindra Sigfússonar og hljómsveitarinnar Seabear eru taldir upp með tónleikum gítargoðsagnarinnar Erics Clapton og hljómsveitarinnar Dinosaur Jr. meðal þeirra viðburða sem hæst ber þessa vikuna í Bretlandi.

Það var blaðið Sunday Times sem útbjó listann, þar sem Seabear er líkt við bandaríska tónlistarmanninn Sufjan Stevens og kanadísku hljómsveitina Arcade Fire. Seabear er á tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, We Built A Fire, sem hefur fengið góðar viðtökur.

Hljómsveitin spilar stíft á tónleikaferðinni. Í gærkvöldi hélt hún tónleika í London, í kvöld er það Bristol. Svo Nottingham á morgun, París á fimmtudag og föstudag og Holland á laugardag.

Hér má sjá myndband við lagið I'll Build You A Fire af nýju plötunni. Máni Sigfússon leikstýrði því.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.