Handbolti

Finnland og Georgía mætast í Linz í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar

Í dag fer fram úrslitaleikur hinnar svokölluðu Áskorendakeppni IHF og EHF í handbolta en þar mætast landslið Finnlands og Georgíu. Leikurinn fer fram í Linz þar sem íslenska liðið leikur sína leiki.

Átta lið kepptu í tveimur riðlum í lok október síðastliðins en hún er vettvangur fyrir þær þjóðir sem eru að reyna að byggja upp handboltaíþróttina í sínu landi.

Meðal þeirra þjóða sem tóku þátt í ár eru Skotland, Malta, Írland og Aserbaídsjan.

Finnland og Georgía báru sigur úr býtum í sínum riðlum og mætast því í úrslitaviðureigninni í dag.

Leikurinn hefst klukkan 14.30 og verður hægt að horfa á hann ókeypis á heimasíðu EM 2010 í handbolta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×