Handbolti

Arnór: Danir munu ekki slaka á

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Mynd/Diener/Leena Manhart

Arnór Atlason hlakkar til að mæta Dönum í kvöld en hann spilar með FCK í dönsku úrvalsdeildinni.

„Þetta verður skemmtilegt og auðvitað svolítið sérstakt fyrir mig. Ég þekki marga leikmenn vel og markvörðinn Kasper Hvidt sérstaklega þar sem hann spilar með mér í FCK."

„Ég veit að þeir eru með hörkulið og það er pressa á þeim að vinna gullið aftur, alveg eins og þeir gerðu á EM í Noregi."

„En ég veit líka að þeir taka okkur alltaf alvarlega og bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu."

Danir eru þegar öruggir með sæti í milliriðlakeppninni og þeir taka minnst tvö stig með sér til Vínarborgar. Engu að síður telur Arnór ekki að þeir muni slá eitthvað af í kvöld og reyna að fara með fjögur stig með sér í milliriðilinn.

„Í svona móti eru tvö stig alveg hrikalega mikilvæg. Ég leyfi mér því að efast um það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×