Handbolti

Ólafur Guðmundsson á skýrslu í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar

FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson hefur verið settur inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Danmörku í kvöld.

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti aðeins fimmtán leikmenn til þátttöku fyrir fyrsta leik liðsins á EM í handbolta í Austurríki en hefur nú bætt þeim sextánda við.

Algengt er að lið á stórmótum í handbolta haldi einu sæti lausu í leikmannahópi sínum til að geta brugðist við forföllum í leikmannahópnum.

Hins vegar má Guðmundur skipta út tveimur leikmönnum í sínum leikmannahópi fyrir milliriðlakeppnina ef Ísland kemst áfram upp úr riðli sínum í Linz.

Íslenska liðið er nú á æfingu en það mætir Danmörku klukkan 19.15 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×