Handbolti

Þorbjörn Jensson: Staða liðsins er ekki slæm

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska handboltalandsliðsins.
Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska handboltalandsliðsins. Mynd/Stefán
Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska handboltalandsliðsins, var í viðtali við Hans Steinar Bjarnason í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem hann fór yfir möguleika Íslands í leiknum á móti Dönum í kvöld.

„Staða liðsins er ekki slæm. Ef við vinnum Dani þá erum við komnir með þrjú stig inn í milliriðil. Þá væri þetta bara gleymt og grafið það sem búið er," segir Þorbjörn.

„Þótt að við höfum náð stigi út úr báðum þessum leikjum þá finnst, öllum Íslendingum og strákunum örugglega líka, eins og við höfum tapað. Við höfum ekki tapað og erum enn inn í þessu á fullu," segir Þorbjörn sem er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld.

„Ég hef ekki trú á því að við sjáum einhvern skandalsleik á móti Dönum. Ég vil ekki trúa því," segir Þorbjörn og hann sér íslenska liðið alveg vinna Danina í kvöld. „Við erum oft aldrei betri en þegar við erum komnir upp að vegg," segir Þorbjörn að lokum í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×