Handbolti

Lars Christiansen: Áttum ekki möguleika

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Lars Christiansen.
Lars Christiansen.

Lars Christiansen sagði það einfalt mál af hverju Danir hafi ekki átt möguleika gegn Íslendingum í kvöld í samtali við Vísi eftir leikinn.

Ísland vann fimm marka sigur á Dönum, 27-22, á EM í handbolta í kvöld og tryggðu sér þar með sigur í riðlinum og fara með þrjú stig með sér í milliriðlakeppnina í Vínarborg.

„Við vorum ekki 100 prósent undirbúnir fyrir þennan leik. Ísland spilaði vel strax frá fyrstu mínútu og settu mikla pressu á okkur. Þeir létu okkur hafa mikið fyrir hlutunum og voru afar ákveðnir í sínum varnarleik. Þess vegna áttum við ekki möguleika í leiknum.“

„Við reyndum að stíga upp og gera það sem við gátum en það var bara ekki eins og við værum 100 prósent til staðar í leiknum. Á meðan svo er á maður ekki möguleika.“

Danir og Ísland hafa spilað marga jafna leiki á undnaförnum árum og þeim hefur yfirleitt lyktað með jafntefli. Ísland hafði hins vegar mikla yfirburði í leiknum í kvöld.

„Íslenska liðið kom mér ekki á óvart. Það er með gríðarlega sterka liðsheild og er almennt mjög gott handboltalið. Við sjáum líka að þeir hafa tekið atriði úr okkar varnarleik og útfært það fyrir sig. Það hafa þeir gert mjög vel og því var erfitt fyrir okkur að finna leið í gegnum vörnina.“

„Þá komu auðveldu mörkin í kjölfarið hjá Íslandi og þeir gengu bara á lagið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×