Handbolti

Troðfull höll í Linz í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Íslenskir áhorfendur í Linz.
Íslenskir áhorfendur í Linz. Mynd/Leena Manhart

Uppselt er á leiki kvöldsins í B-riðli EM í handbolta og má því búast við mikilli stemningu í Tips-Arena-höllinni í Linz. Hún tekur sex þúsund manns í sæti.

Austurríkismenn eru í skýjunum eftir jafnteflið við Ísland og hafa fulla trú á sínum mönnum gegn Serbum í kvöld. Mikil fjölmiðlaumfjöllun hefur verið um mótið en handboltaíþróttin hefur ekki farið hátt í Austurríki undanfarin ár.

Komist Austurríki áfram í milliriðlakeppnina má búast við því að áhuginn verði enn meiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×