Dómur setur aukinn þrýsting á stjórnvöld Sigríður Mogensen skrifar 30. október 2010 18:28 Talið er að bankarnir muni nota dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í gær um gengislán sér til framdráttar. Þar er lántakendum gert að greiða að fullu erlent lán. Talsmaður neytenda segir dóminn setja aukinn þrýsting á stjórnvöld að leysa skuldavanda heimilanna. Sambýlisfólki á Selfossi hefur verið gert að greiða að fullu erlent lán. Sigurður Gíslason, dómari, telur óumdeilt að lánið hafi verið í erlendri mynt og féllst ekki á lagarök stefndu um að lánið sé gengistryggt í íslenskum krónum og þar með ólögmætt. Fólkið fékk andvirði 20 milljóna króna í japönskum jenum og svissneskum frönkum að láni hjá Glitni árið 2007, en það var greitt inn út í íslenskum krónum. Lánið var gjaldfellt í desember 2008 vegna vanskila, en þá stóð höfuðstólinn í tæpum 40 milljónum króna og afborganir höfðu tvöfaldast. Fólkið var dæmt til að greiða Íslandsbanka þessa upphæð, ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ólafur Björnsson, sem tapaði málinu í gær að hann myndi ákveða það í samráði við lögmann sinn í næstu viku hvort dómnum verði áfrýjað. Ólafur sagðist túlka niðurstöðuna sem útlegðardóm yfir sér og fjölskyldu sinni. Hann stefni í gjaldþrot og flytji líklega með fjölskyldu sína af landi brott. Gísli Tryggvason, lögmaður og talsmaður neytenda, segir um að ræða fyrsta dóminn af þessu tagi þar sem afstaða er tekin til forsendubrests: „og hafnar því sjónarmiði, sem er soldið sérstakt að mínu mati því þetta er rótgróið lagasjónarmið og ef forsendubrestur á ekki við þegar kerfið hrynur og skuldir tvöfaldast eða u.þ.b. þá veit ég ekki hvenær það á við," segir Gísli og segir að skuldarar geti litið á dóminn jákvæðum augum. „og segja að úr því að dómstólar reynast ekki sú bolvörn sem menn vonuðust eftir sé enn meiri þrýstingur á löggjafann og stjórnvöld að leysa málið." Ljóst er að dómurinn fellur á viðkvæmum tímapunkti, en unnið er hörðum höndum við að finna lausnir á skuldamálunum að undanförnu. Í stjórnkerfinu búa menn undir það að bankarnir grípi til vopna í ljósi þessarar óvæntu niðurstöðu og muni reyna að nýta sér dóminn sér til hagsbóta. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Talið er að bankarnir muni nota dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í gær um gengislán sér til framdráttar. Þar er lántakendum gert að greiða að fullu erlent lán. Talsmaður neytenda segir dóminn setja aukinn þrýsting á stjórnvöld að leysa skuldavanda heimilanna. Sambýlisfólki á Selfossi hefur verið gert að greiða að fullu erlent lán. Sigurður Gíslason, dómari, telur óumdeilt að lánið hafi verið í erlendri mynt og féllst ekki á lagarök stefndu um að lánið sé gengistryggt í íslenskum krónum og þar með ólögmætt. Fólkið fékk andvirði 20 milljóna króna í japönskum jenum og svissneskum frönkum að láni hjá Glitni árið 2007, en það var greitt inn út í íslenskum krónum. Lánið var gjaldfellt í desember 2008 vegna vanskila, en þá stóð höfuðstólinn í tæpum 40 milljónum króna og afborganir höfðu tvöfaldast. Fólkið var dæmt til að greiða Íslandsbanka þessa upphæð, ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ólafur Björnsson, sem tapaði málinu í gær að hann myndi ákveða það í samráði við lögmann sinn í næstu viku hvort dómnum verði áfrýjað. Ólafur sagðist túlka niðurstöðuna sem útlegðardóm yfir sér og fjölskyldu sinni. Hann stefni í gjaldþrot og flytji líklega með fjölskyldu sína af landi brott. Gísli Tryggvason, lögmaður og talsmaður neytenda, segir um að ræða fyrsta dóminn af þessu tagi þar sem afstaða er tekin til forsendubrests: „og hafnar því sjónarmiði, sem er soldið sérstakt að mínu mati því þetta er rótgróið lagasjónarmið og ef forsendubrestur á ekki við þegar kerfið hrynur og skuldir tvöfaldast eða u.þ.b. þá veit ég ekki hvenær það á við," segir Gísli og segir að skuldarar geti litið á dóminn jákvæðum augum. „og segja að úr því að dómstólar reynast ekki sú bolvörn sem menn vonuðust eftir sé enn meiri þrýstingur á löggjafann og stjórnvöld að leysa málið." Ljóst er að dómurinn fellur á viðkvæmum tímapunkti, en unnið er hörðum höndum við að finna lausnir á skuldamálunum að undanförnu. Í stjórnkerfinu búa menn undir það að bankarnir grípi til vopna í ljósi þessarar óvæntu niðurstöðu og muni reyna að nýta sér dóminn sér til hagsbóta.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira