Lífið

Russell vill prófa Bollywood

Leikarinn snjalli hefur áhuga á að leika í indverskri Bollywood-söngvamynd.
Leikarinn snjalli hefur áhuga á að leika í indverskri Bollywood-söngvamynd.

Russell Crowe, sem leikur í ævintýramyndinni Robin Hood, hefur mikinn áhuga á að breyta til og leika í Bollywood-mynd.

„Ég er ekki að meina týpíska Hollywood-mynd sem gerist á Indlandi, heldur Bollywood-mynd," segir Crowe.

„Handritið yrði að vera gott og ég yrði að skilja algjörlega hvað ég ætti að gera. En ég hef áhuga á þessu. Ég gæti sungið sjálfur og ég kann líka að dansa smávegis." Crowe spilaði með hljómsveitinni 30 Odd Foot of Grunts áður en hann ákvað að hefja sólóferil og hefur hann því ágæta reynslu úr tónlistarbransanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.