Innlent

Stoltenberg: Mikið áunnist í baráttunni við kreppuna

Forsætisráðherrar Norðurlandanna á fundinum í morgun. Jens Stoltenberg er fjærst á myndinni.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna á fundinum í morgun. Jens Stoltenberg er fjærst á myndinni.

Mikill fjöldi fréttamanna var viðstaddur þegar norrænu forsætisráðherrarnir héldu blaðamannafund á Grand hótel í morgun. Í máli Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs kom fram að hann teldi að mikið hefði áunnist í efnahagsmálum á Íslandi síðustu misserin. Sagði hann greinilegt að Íslendingar væru á réttri leið út úr kreppunni sem skall á í kjölfar bankahrunsins 2008.

Þing Norðurlandaráðs verður sett klukkan 14.30 í dag á Grand hótel. Þetta er í 62. sinn sem þingið er haldið og hefst það með ávarpi forseta Alþingis, Ástu R. Jóhannesdóttur og forseta Norðurlandaráðs, Helga Hjörvars. Í kjölfarið hefst Norrænn leiðtogafundur. Efni fundarins er: Grænn hagvöxtur - leiðin út úr kreppunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×