Jakob Bjarnar Grétarsson: Siðareglur blaðamanna Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 20. apríl 2010 06:00 Á undanförnum árum hafa fallið meiðyrðamálsdómar yfir blaðamönnum sem eru móðgun við heilbrigða skynsemi. Þetta helgast meðal annars af því að dómstólar hafa lítið vit á blaðamennsku og fáránlegt að þeir skuli hafa með höndum ritstjórnar- og dagskrárvald. En, því miður getur sjálft fagfélagið, Blaðamannafélag Íslands, sér sjálfu um kennt. Í tæpa hálfa öld hefur félagið verið að burðast með hégómlegar og skaðlegar siðareglur. Í ár og áratugi hafa þessar siðareglur verið gagnrýndar innan félagsins en menn hafa einhverra hluta vegna dregið lappirnar við endurskoðun þeirra. Nú er komin fram tillaga hóps undir forystu Birgis Guðmundssonar lektors á Akureyri að nýjum Siðareglum þar sem í sjálfu sér er litlu sem engu breytt. Þetta er þrátt fyrir að ýmsir hafi sett fram rökstudda gagnrýni á reglurnar án þess að komið hafi fram mótrök utan: En svona er þetta í löndunum í kringum okkur - eins og það séu einhver rök í sjálfu sér. Óskiljanlegt er af hverju menn þumbast við að mæta réttmætum athugasemdum. „Ég drap ekki mávinn með hamri,“ sagði drengurinn uppúr eins manns hljóði. Í fyrstu grein tillagna segir meðal annars: „Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir fagstétt hans, hlutverk stéttarinnar og þau gildi sem hún stendur fyrir. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í störfum sínum og skiptum við starfsfélaga.“ En ekki hvað? má spyrja á móti. Eitt er að templarar og ungmennafélagsfrömuðir séu að dunda sér við að skrá einhverjar reglur um ákjósanlega hegðan, einhver svona sjálfsögðheit, en annað er að fagfélag, þar sem helsta verkfærið er sjálft tungumálið og merking þess, fari fram með svona skvaldur í siðareglum sínum. Ekki síst þegar um er að ræða bein skilaboð til dómsstóla landsins. Hjá þessu mætti hugsanlega skauta ef það væri ekki svo að merking nærist á andstæðu sinni; þetta gefur hreinlega til kynna að blaðamenn séu upp til hópa slúbbertar sem þurfa einhverjar svona barnaskólareglur sem stiku í lífinu og tilverunni umfram aðrar stéttir. Mætti jafnvel spyrja hvort ekki sé allt eins rétt að sett sé ákvæði í siðareglur þess efnis að blaðamenn bursti í sér tennurnar að morgni dags og á kvöldin. Í tillögunum skortir ekki móraliseringar og þar er reynt að vernda viðurkenndnar skoðanir [sic]. Eins og sjá má í 5. grein: „Hann reynir því að draga úr hættunni á að fyrir tilverknað fjölmiðla aukist mismunun á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar, tungumáls, trúarskoðana eða sannfæringar.“ Þetta lítur svo sem nógu vel út á yfirborðinu. Hver er ekki á móti rasisma? En hver er hin raunverulega merking. Jú, í stað þess að greina frá atburðum eins og þeir koma fyrir af kúnni þá eiga blaðamenn jafnframt að hafa mannbætandi áhrif á samfélagið. Og hvernig gera þeir það? Jú, með því að halda tilteknum staðreyndum utan frétta. Væntanlega af ótta við að heimskur múgurinn gæti farið að oftúlka staðreyndirnar. Þetta brýtur í bága við sjálfan kjarna blaðamennskunnar. Sjálfsagt er að blaðamenn setji sér siðareglur sem kveða á um að þeim sé óheimilt að fjalla um mál þar sem þeir sjálfir eru hagsmunatengdir, að það sé bannað að þiggja mútur og jafnvel að setja þar inn háleit markmið eins og að standa eigi vörð um hagsmuni almennings og tjáningarfrelsið. Og hugsanlega væri hægt að setja kíkinn á blinda augað gagnvart ofansögðu og vera ekki með þetta vesen ef ekki kæmi til hin alræmda 3. regla – svokölluð tillitssemisregla – sem nú er komin númer fjögur í tillögur að nýjum siðareglum: „Blaðamaður sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ Enn má spyrja: En ekki hvað? Reyndin er sú að mikill meirihluti mála sem koma fyrir siðanefnd Blaðamannafélagsins er vegna þessarar reglu og það ekki af ástæðulausu. Því þó þetta hljómi nógu vel á yfirborðinu, sýnist háleitt og fagurt, er merkingin kolbrengluð. Þarna er innbyggð meinloka. Það er einfaldlega svo að ef einhver kýs að móðgast, burtséð frá aðstæðum, burtséð frá því hversu blaðamaður hefur vandað til verka, þá er fyrirliggjandi að blaðamaður hefur ekki sýnt nægilega tillitssemi móðgist sá sem um er rætt. Þessi dæmi eru fjarri því að vera það eina sem setja má út á í tillögunum. Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands verður haldinn 29. þessa mánaðar og þar verða þessar tillögur ræddar. Ég skora á félaga mína í BÍ að mæta og koma í veg fyrir að þeir eigi yfir höfði sér aðra eins skaðlega merkingarleysu næstu áratugina – eftir sem áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa fallið meiðyrðamálsdómar yfir blaðamönnum sem eru móðgun við heilbrigða skynsemi. Þetta helgast meðal annars af því að dómstólar hafa lítið vit á blaðamennsku og fáránlegt að þeir skuli hafa með höndum ritstjórnar- og dagskrárvald. En, því miður getur sjálft fagfélagið, Blaðamannafélag Íslands, sér sjálfu um kennt. Í tæpa hálfa öld hefur félagið verið að burðast með hégómlegar og skaðlegar siðareglur. Í ár og áratugi hafa þessar siðareglur verið gagnrýndar innan félagsins en menn hafa einhverra hluta vegna dregið lappirnar við endurskoðun þeirra. Nú er komin fram tillaga hóps undir forystu Birgis Guðmundssonar lektors á Akureyri að nýjum Siðareglum þar sem í sjálfu sér er litlu sem engu breytt. Þetta er þrátt fyrir að ýmsir hafi sett fram rökstudda gagnrýni á reglurnar án þess að komið hafi fram mótrök utan: En svona er þetta í löndunum í kringum okkur - eins og það séu einhver rök í sjálfu sér. Óskiljanlegt er af hverju menn þumbast við að mæta réttmætum athugasemdum. „Ég drap ekki mávinn með hamri,“ sagði drengurinn uppúr eins manns hljóði. Í fyrstu grein tillagna segir meðal annars: „Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir fagstétt hans, hlutverk stéttarinnar og þau gildi sem hún stendur fyrir. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í störfum sínum og skiptum við starfsfélaga.“ En ekki hvað? má spyrja á móti. Eitt er að templarar og ungmennafélagsfrömuðir séu að dunda sér við að skrá einhverjar reglur um ákjósanlega hegðan, einhver svona sjálfsögðheit, en annað er að fagfélag, þar sem helsta verkfærið er sjálft tungumálið og merking þess, fari fram með svona skvaldur í siðareglum sínum. Ekki síst þegar um er að ræða bein skilaboð til dómsstóla landsins. Hjá þessu mætti hugsanlega skauta ef það væri ekki svo að merking nærist á andstæðu sinni; þetta gefur hreinlega til kynna að blaðamenn séu upp til hópa slúbbertar sem þurfa einhverjar svona barnaskólareglur sem stiku í lífinu og tilverunni umfram aðrar stéttir. Mætti jafnvel spyrja hvort ekki sé allt eins rétt að sett sé ákvæði í siðareglur þess efnis að blaðamenn bursti í sér tennurnar að morgni dags og á kvöldin. Í tillögunum skortir ekki móraliseringar og þar er reynt að vernda viðurkenndnar skoðanir [sic]. Eins og sjá má í 5. grein: „Hann reynir því að draga úr hættunni á að fyrir tilverknað fjölmiðla aukist mismunun á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar, tungumáls, trúarskoðana eða sannfæringar.“ Þetta lítur svo sem nógu vel út á yfirborðinu. Hver er ekki á móti rasisma? En hver er hin raunverulega merking. Jú, í stað þess að greina frá atburðum eins og þeir koma fyrir af kúnni þá eiga blaðamenn jafnframt að hafa mannbætandi áhrif á samfélagið. Og hvernig gera þeir það? Jú, með því að halda tilteknum staðreyndum utan frétta. Væntanlega af ótta við að heimskur múgurinn gæti farið að oftúlka staðreyndirnar. Þetta brýtur í bága við sjálfan kjarna blaðamennskunnar. Sjálfsagt er að blaðamenn setji sér siðareglur sem kveða á um að þeim sé óheimilt að fjalla um mál þar sem þeir sjálfir eru hagsmunatengdir, að það sé bannað að þiggja mútur og jafnvel að setja þar inn háleit markmið eins og að standa eigi vörð um hagsmuni almennings og tjáningarfrelsið. Og hugsanlega væri hægt að setja kíkinn á blinda augað gagnvart ofansögðu og vera ekki með þetta vesen ef ekki kæmi til hin alræmda 3. regla – svokölluð tillitssemisregla – sem nú er komin númer fjögur í tillögur að nýjum siðareglum: „Blaðamaður sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ Enn má spyrja: En ekki hvað? Reyndin er sú að mikill meirihluti mála sem koma fyrir siðanefnd Blaðamannafélagsins er vegna þessarar reglu og það ekki af ástæðulausu. Því þó þetta hljómi nógu vel á yfirborðinu, sýnist háleitt og fagurt, er merkingin kolbrengluð. Þarna er innbyggð meinloka. Það er einfaldlega svo að ef einhver kýs að móðgast, burtséð frá aðstæðum, burtséð frá því hversu blaðamaður hefur vandað til verka, þá er fyrirliggjandi að blaðamaður hefur ekki sýnt nægilega tillitssemi móðgist sá sem um er rætt. Þessi dæmi eru fjarri því að vera það eina sem setja má út á í tillögunum. Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands verður haldinn 29. þessa mánaðar og þar verða þessar tillögur ræddar. Ég skora á félaga mína í BÍ að mæta og koma í veg fyrir að þeir eigi yfir höfði sér aðra eins skaðlega merkingarleysu næstu áratugina – eftir sem áður.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun