Innlent

Fyrrverandi fjármálaráðherra vill vinna í Róm

Valur Grettisson skrifar
Árni M. Mathiesen.
Árni M. Mathiesen.

Árni M. Mathiesen hefur sóst eftir starfi hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO).

Ekki hefur fengið staðfest hvort hann hafi fengið starfið en samkvæmt bloggsíðu blaðamannsins, Eiríks Jónssonar, þá hefur hann fengið starfið og mun starfa í Róm.

Ísland er eitt stofnríkja Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (Food and Agriculture Organization of the United Nations, FAO) sem var sett á fót árið 1945. Aðildarríki FAO eru 191 en 49 þjóðir eiga sæti í FAO-ráðinu.

Ísland hefur átt fastafulltrúa hjá stofuninni frá 1998.

Ekki er ljóst hvort utanríkisráðuneytið hafi ráðið Árna til starfsins en beðið er eftir svörum frá ráðuneytinu. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins segir að skrifstofunni í Róm hafi verið lokað í sparnaðarskyni.

Ekki náðist í Árna sem er staddur erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×