Lífið

Beckham heimsótti hermenn í Afganistan

Mynd/AP
Knattspyrnukappanum David Beckham var vel tekið þegar hann heimsótti breska hermenn í Afganistan í gær. Beckham ræddi við hermenn á hersjúkrahúsi og í aðalherstöð Breta í Helmandhéraði, en þar hefur verið afar róstusamt undanfarið ár. Auk þess að ræða við samlanda sína og gefa eiginhandaráritanir fór Beckham að minnismerki um fallna hermenna.

„Þetta er ógnvekjandi starf. Ég hef aldrei hitt hugrakkari fólk og það er sannarlega heiður fyrir mig að fá að vera hérna," sagði andsliðsfyrirliðinn fyrrverandi og bætti við að hann væri ákaflega stoltur af hermönnunum.

Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.