Innlent

Stjórnlagaþing: Fjölmenni í Laugardalshöll í morgun

Fólk hefur streymt að Laugardalshöll í morgun þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur farið fram vegna kosninganna til stjórnlagaþings sem fram fara á laugardaginn.

Gert er ráð fyrir að um 10 þúsund manns hafi kosið utankjörfundar á öllu landinu.

Að sögn Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, upplýsingafulltrúa stjórnlagaþings, kusu meira en 2000 manns í gær og var kosningaþátttakann meiri en síðasta heila daginn þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslur fóru fram vegna Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunnar og vegna síðustu sveitastjórnarkosninga.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslunni lauk nú á hádegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×