Nýtt Ísland - afstaða mín til ýmissa greina stjórnarskrárinnar Birgir Loftsson skrifar 15. nóvember 2010 10:44 Það er viðeigandi að fara út í stjórnarskrárbreytingu eftir þá miklu kollsteypu sem íslenskt samfélag hefur orðið fyrir og raunar er það löngu orðið tímabært. Stjórnarskrá er samfélagssáttmáli um grunngildi samfélagsins og er hún heiti yfir allar þær reglur sem ráða stjórnskipun ríkisins. Rétt er hafa í huga að hún getur verið í formi eins ákveðins skjals eða verið óskrifuð. Þannig geta hefðir og venju haft stjórnskipuleg gildi og verið hluti af stjórnarskránni. Íslendingar vildu hins vegar og fengu ritaða stjórnarskrá árið 1874 en hún var kölluð ,,Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands" og er að stofni til sú sama og núgildandi stjórnarskrá. Það er því ljóst að hún er löngu úreld; samin fyrir íslenskt samfélag á 19. öld þegar Íslendingar voru undir erlendri stjórn. Markmið mitt með framboði til stjórnlagaþings er að stuðla að gerð stjórnarskrár sem er alíslensk að uppruna og samin fyrir íslenskt nútímasamfélag. Það er hins vegar gott að skoða og taka upp það sem vel hefur verið gert í öðrum löndum. Þýska og svissneska stjórnarskrárnar eru dæmi um velheppnuð verk. Þær breytingar sem ég vil helst sjá er algjör aðskilnaður á hinu þríþætta valdi, þ.e.a.s. aðskilnað löggjafar- og framkvæmdarvalds. Það þýðir fækkun þingmanna og að ráðherrar fái ekki sæti á Alþingi. Einnig verður að gæta betur að sjálfstæði dómskerfisins en nú er gert. Skýra verður betur hvaða hlutverki forseti Íslands á gegna og setja á betri starfsreglur fyrir forsetaembættið. Hlúa verður sérstaklega að fullveldishugtakinu í stjórnarskránni, nú þegar Íslendingar eru að huga inngöngu í Evrópusambandið. Skrá verður í stjórnarskrána að fullveldi Íslands sé í höndum íslensku þjóðarinnar, ekki Alþingis, og hún ein geti gefi eftir fullveldi landsins og jafnframt tekið það til baka. Það sé gert með þjóðaratkvæði. Enda vil ég sjá víðtækari beitingu þjóðaratkvæðis en hingað til hefur verið gert. Hér er ég að tala um takmarkað þjóðaratkvæði, t.d. ætti ekki að vera hægt að hafa þjóðaratkvæðisgreiðslu um skattamál. En með flestum öðrum erfiðum deilumálum er þjóðinni fulltreystandi til að ráða fram úr án íhlutunar misvitra og sérhagsmunasinnaðra þingmanna. Auðlindir landsins eru mikið hitamál í dag og verður áfram um ókomna framtíð. Tryggja verður að það komi fram í stjórnarskránni að þjóðin eigi auðlindir landsins. Með öðrum orðum að auðlindir hafsins, orkan í jörðinni og vatnið séu í eigu þjóðarinnar. Ríkið, hið þríþætta vald, getur hins vegar hlutast um og ráðstafað þessu auðlindum með umboði þjóðarinnar (með þjóðaratkvæði). Girða verður fyrir að ríkisvaldið geti með einfaldri lagasetningu afsalað auðlindirnar í hendur einstakra aðila nema sem skamman afnotarétt sem borga verður fyrir. Þessi atriði sem ég hef tæpt á er almenn afstaða mín en nú ætla ég að fara út í einstakar greinar stjórnarskránna sem ég tel að breyta þarf. Í 2. grein segir: ,,Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið." Þessu verður að breyta og skilgreina betur valdaskiptinguna - betri aðgreining ríkisvaldsins í þrennt - þ.e.a.s. algjöran aðskilnað milli þessara þriggja valdaþátta. Svo er ekki farið í dag. Í 3. og 4 gr. segir: ,,Forseti Íslands skal vera þjóðkjörinn. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu." Ég vil breyta seinni greininni örlítið og taka fram að kjörgengi til framboðs til forsetaembættis Íslands skuli vera hver maður fertugur og eldri. Þar sem forsetinn er æðsti embættismaður ríkisins og ber mikla ábyrgð, tel ég að það sé nauðsynlegt að hann hafi öðlast nægilegan þroska og reynslu til að gegna þessu mikilvæga embætti en ljóst er að almenn hafi menn náð þessum þroska og reynslu um fertugt. Enn ein greinin sem fjallar um forseta íslenska lýðveldisins er 5. greinin en hún hljóðar svohljóðandi: ,,Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. Ég vil breyta þess á þessa veru og hljóðar tillaga mín í grófum dráttum: ,,Kjósa verður þangað til að einn frambjóðandinn hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en við kjörgengi skal miðað að meðmælendur séu minnst 2000 - mest 4000. Þessa breytingu vil ég vegna þess að í núverandi kerfi getur einstaklingur orðið forseti landsins án þess að hafa meirihluta landsmanna á bakvið sig. Nú eru menn almennt sammála um að forsetinn eigi að vera sameiningartákn Íslendinga og því tel ég að greiða verði atkvæði þar til að sá meirihluti er kominn. Þetta fyrirkomulaga er víðast hvar erlendis. 26. grein hljóðar svona: ,,Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu." Ég vil víkka þessa grein eða búa til aðra sem fjallar sérstaklega um þjóðaratkvæðisgreiðslu. Eins og ég hef minnst á, þá vil ég að þjóðin komi meiri að ákvörðunartöku um stefnu ríkisins og er ég að tala um takmarkaða þjóðaratkvæðisgreiðslu. Setja má leikreglu um þetta í stjórnarskránna. Með þessu nálgumst við meira beinn lýðræði og fjarlægumst fulltrúarlýðræði með sínum göllum og kostum. Jafnvel er hægt að tala í þessu sambandi um blandaða leið til lýðræðis. Með allri þessari nútímatækni, s.s. rafræna kosningar, er hægt að hrinda þessari lýðræðisumbót í framkvæmd án mikils tilkosnaðar. Lítum á hvað Svisslendingar hafa gert hingað til með góðum árangri. 31. grein fjallar um þingmenn Aþingis. Þar segir m.a. : ,,Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til 4 ára í þessum kjördæmum:..." Og svo er landinu skipt í 8 kjördæmi. Stjórnarskrárþingmenn verða að huga að þessari grein og velta því fyrir sér hvort að landið eigi ekki að vera eitt kjördæmi og allir séu jafnir hvað varðar kosningar til Alþingis, að atkvæði hvers og eins sé jöfn er gengið er til kosninga til Alþingis. Með þessu er jafnframt hægt að fækka þingmönnum um þriðjung og þeir fari að starfa fyrir alla landsmenn en ekki einstaka hópa. Í 33. grein kemur fram að ,,Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer farm, er einnig skilyrði kosningarréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis." Ég vil bæta því við eða búa til nýja grein að miða skuli öll aldurstakmörk við þennan lögræðisaldur, þ.e.a.s. kosningaréttinn, giftingarrétt, ökuleyfisrétt og réttinn til áfengisneyðslu. Það gengur ekki að maður sem hefur rétt að gifta sig, eignast börn, kjósa til Aþingis megi t.a.m. ekki drekka áfengi í eigin brúðkaupi eða fara á skemmtistað svo eitthvað sé nefnt. Allt skal miðast við ein aldursmörk, ef þau eru of lág eða há, þá er hægt að breyta þeim. Ég hef verið spurður um afstöðu mína til 62. gr. stjórnarskrárinnar sem hljóðar svo: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum." Spurt var: Telur þú í fyrsta lagi þörf á að breyta þessari grein? Ef svo er hvernig? Og í öðru lagi hver sé afstaða mín til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju? Ég svaraði þessum spurningum á eftirfarandi hátt: Ég hef gefið upp þá afstöðu að ég telji að það eigi ekki að vera breyta hlutum, breytinganna vegna. Standa skal vörð þá hluti sem hafa staðist tímans tönn. Annað verður að breyta. Ég tel að kirkjan og ríkið verði fyrst að tala um þessi mál, áður en hróflað er við þessa grein í stjórnarskránni. Takið eftir seinni setningunni en þar segir: ,,....Breyta má þessu með lögum". Þetta ákvæði opnar, að mínu mati, dyrnar fyrir aðskilnað eða öðru vísi samvinnu ríkis og þjóðkirkju ef vilji er fyrir hendi. En þetta samband er blákaldur raunveruleiki og ekki er hægt að ákveða einhliða uppsögn eða afmá þessa sambands nema með samvinnu og samkomulagi. Mér skilst að báðir aðilar séu opnir fyrir breytingu á þessu sambandi en málið strandi fyrst og fremst á lagatæknilegum atriðum og skiptingu kirkjueigna og -landa. En mín persónulega afstaða er að einhver lög verði að vera utan um trúarbrögð á Íslandi og því nauðsyn að einhver grein - ákvæði sé um stærsta trúarsamfélag landsins og helstu trúarbrögð landsmanna sem er kristin trú sé í stjórnarskránni. Svo að ég tali skýrt: Ákvæðið um hina evangelísku lúterska kirkju skal standa þar til almenn sátt, hvort sem það er milli ríkis og kirkju eða Íslendinga almennt, kemst á um samband ríkis og kirkju. Svo ég svari seinni spurningunni, þá tel ég að eitthvað samband verði að vera á milli ríkis og kirkju og samvinna þeirra á milli. Það er ekkert tómarúm þarna á milli eða aðskildir heimar. Það er nú svo að ríkið getur ekki hunsað trúarþörf og trúarlíf landsmanna. Gott samband verður að vera milli þessara aðila sem og annarra trúfélaga landsins ef samhygð og eining á að ríkja í landinu. Gleymum ekki orðum Þorgeirs Ljósvetningagoða er hann mælti: „En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn." Í þessu sambandi þýðir hugtakið lög samfélag Íslendinga og hugtakið siður trú. Með öðrum orðum, eitthvað samband verður að vera þarna á milli og að sjálfsögðu á það að vera á jákvæðu nótum og með sem mestu samvinnu. Hitt er svo annað mál hvort að þjóðkirkjan eigi að vera ríkiskirkja eða sjálfstæð stofnun en eins og áður segir verður að vera mikil og djúp umræða um málið áður en einhverjar breytingar verða bundnar á stjórnarskránni eða núverandi grein afmáð. Í ljósi þeirrar hættu sem okkur stafar af alþjóðaglæpastarfsemi vil ég breyta 66. greininni en þar segir: ,,Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki. Útlendingi verður aðeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt lögum." Þessari setningu vil ég bæta inn í: Svipa má eða hinda töku ríkisborgarrétt ef viðkomandi einstaklingur hefur gerst brotlegur við hegningarlög landsins sem varða fangelsi. Þarna hafa stjórnvöld heimild til að vísa úr landi einstaklingum sem eru hættulegir almannahagsmunum landsins. Að mínu mati ber íslenskum stjórnvöldum engin sérstök skylda að hýsa erlenda glæpamenn. Í 76. grein stjórnarskránna er grein sem er svo hljóðandi og er mér mjög hugleikin í ljósi núverandi efnahagsástands: ,,Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika." Þetta er gott og blessað svo langt sem það nær en ég vil breyta þessari setningu eða bæta við: Tryggja skal lágmarksframfærsla allra borgara landsins þannig að framfærslan verði ekki undir fátækrarmörk og varði ekki við mannréttindabrot." Með öðrum orðum að ríkið geti ekki skorist undan skyldu sína sem er að tryggja öllum sama rétt til að hafa til hnífs og skeiðar og fólk þurfi ekki að verða fyrir opinbera auðmýkingu sem það hlýtur að teljast, að þurfa að standa í biðröðum eftir nauðþurftum. Auðvelt er að finna fátæktarmörkin en það er útreiknuð lágmarksframfærsla og jafnvel hægt að búa til sérstaka framfærsluvísitölu í þessu sambandi. Svona misrétti á ekki að sjást á 21. öld. Mörg önnur mál eru mér hugleikin sem ég tel að eigi að laga í stjórnarskránni eða bæta inn í en ég enda orð mín á þessum alkunnu sannindum; það sem kynslóðir hafa skapað og staðist hefur tímans tönn, ber að varðveita og þar af leiðandi á ekki að breyta öllu í stjórnarskránni, einungis breytinganna vegna. Birgir Loftsson, nr. 3557 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er viðeigandi að fara út í stjórnarskrárbreytingu eftir þá miklu kollsteypu sem íslenskt samfélag hefur orðið fyrir og raunar er það löngu orðið tímabært. Stjórnarskrá er samfélagssáttmáli um grunngildi samfélagsins og er hún heiti yfir allar þær reglur sem ráða stjórnskipun ríkisins. Rétt er hafa í huga að hún getur verið í formi eins ákveðins skjals eða verið óskrifuð. Þannig geta hefðir og venju haft stjórnskipuleg gildi og verið hluti af stjórnarskránni. Íslendingar vildu hins vegar og fengu ritaða stjórnarskrá árið 1874 en hún var kölluð ,,Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands" og er að stofni til sú sama og núgildandi stjórnarskrá. Það er því ljóst að hún er löngu úreld; samin fyrir íslenskt samfélag á 19. öld þegar Íslendingar voru undir erlendri stjórn. Markmið mitt með framboði til stjórnlagaþings er að stuðla að gerð stjórnarskrár sem er alíslensk að uppruna og samin fyrir íslenskt nútímasamfélag. Það er hins vegar gott að skoða og taka upp það sem vel hefur verið gert í öðrum löndum. Þýska og svissneska stjórnarskrárnar eru dæmi um velheppnuð verk. Þær breytingar sem ég vil helst sjá er algjör aðskilnaður á hinu þríþætta valdi, þ.e.a.s. aðskilnað löggjafar- og framkvæmdarvalds. Það þýðir fækkun þingmanna og að ráðherrar fái ekki sæti á Alþingi. Einnig verður að gæta betur að sjálfstæði dómskerfisins en nú er gert. Skýra verður betur hvaða hlutverki forseti Íslands á gegna og setja á betri starfsreglur fyrir forsetaembættið. Hlúa verður sérstaklega að fullveldishugtakinu í stjórnarskránni, nú þegar Íslendingar eru að huga inngöngu í Evrópusambandið. Skrá verður í stjórnarskrána að fullveldi Íslands sé í höndum íslensku þjóðarinnar, ekki Alþingis, og hún ein geti gefi eftir fullveldi landsins og jafnframt tekið það til baka. Það sé gert með þjóðaratkvæði. Enda vil ég sjá víðtækari beitingu þjóðaratkvæðis en hingað til hefur verið gert. Hér er ég að tala um takmarkað þjóðaratkvæði, t.d. ætti ekki að vera hægt að hafa þjóðaratkvæðisgreiðslu um skattamál. En með flestum öðrum erfiðum deilumálum er þjóðinni fulltreystandi til að ráða fram úr án íhlutunar misvitra og sérhagsmunasinnaðra þingmanna. Auðlindir landsins eru mikið hitamál í dag og verður áfram um ókomna framtíð. Tryggja verður að það komi fram í stjórnarskránni að þjóðin eigi auðlindir landsins. Með öðrum orðum að auðlindir hafsins, orkan í jörðinni og vatnið séu í eigu þjóðarinnar. Ríkið, hið þríþætta vald, getur hins vegar hlutast um og ráðstafað þessu auðlindum með umboði þjóðarinnar (með þjóðaratkvæði). Girða verður fyrir að ríkisvaldið geti með einfaldri lagasetningu afsalað auðlindirnar í hendur einstakra aðila nema sem skamman afnotarétt sem borga verður fyrir. Þessi atriði sem ég hef tæpt á er almenn afstaða mín en nú ætla ég að fara út í einstakar greinar stjórnarskránna sem ég tel að breyta þarf. Í 2. grein segir: ,,Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið." Þessu verður að breyta og skilgreina betur valdaskiptinguna - betri aðgreining ríkisvaldsins í þrennt - þ.e.a.s. algjöran aðskilnað milli þessara þriggja valdaþátta. Svo er ekki farið í dag. Í 3. og 4 gr. segir: ,,Forseti Íslands skal vera þjóðkjörinn. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu." Ég vil breyta seinni greininni örlítið og taka fram að kjörgengi til framboðs til forsetaembættis Íslands skuli vera hver maður fertugur og eldri. Þar sem forsetinn er æðsti embættismaður ríkisins og ber mikla ábyrgð, tel ég að það sé nauðsynlegt að hann hafi öðlast nægilegan þroska og reynslu til að gegna þessu mikilvæga embætti en ljóst er að almenn hafi menn náð þessum þroska og reynslu um fertugt. Enn ein greinin sem fjallar um forseta íslenska lýðveldisins er 5. greinin en hún hljóðar svohljóðandi: ,,Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. Sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. Ég vil breyta þess á þessa veru og hljóðar tillaga mín í grófum dráttum: ,,Kjósa verður þangað til að einn frambjóðandinn hafi meirihluta atkvæða á bakvið sig en við kjörgengi skal miðað að meðmælendur séu minnst 2000 - mest 4000. Þessa breytingu vil ég vegna þess að í núverandi kerfi getur einstaklingur orðið forseti landsins án þess að hafa meirihluta landsmanna á bakvið sig. Nú eru menn almennt sammála um að forsetinn eigi að vera sameiningartákn Íslendinga og því tel ég að greiða verði atkvæði þar til að sá meirihluti er kominn. Þetta fyrirkomulaga er víðast hvar erlendis. 26. grein hljóðar svona: ,,Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu." Ég vil víkka þessa grein eða búa til aðra sem fjallar sérstaklega um þjóðaratkvæðisgreiðslu. Eins og ég hef minnst á, þá vil ég að þjóðin komi meiri að ákvörðunartöku um stefnu ríkisins og er ég að tala um takmarkaða þjóðaratkvæðisgreiðslu. Setja má leikreglu um þetta í stjórnarskránna. Með þessu nálgumst við meira beinn lýðræði og fjarlægumst fulltrúarlýðræði með sínum göllum og kostum. Jafnvel er hægt að tala í þessu sambandi um blandaða leið til lýðræðis. Með allri þessari nútímatækni, s.s. rafræna kosningar, er hægt að hrinda þessari lýðræðisumbót í framkvæmd án mikils tilkosnaðar. Lítum á hvað Svisslendingar hafa gert hingað til með góðum árangri. 31. grein fjallar um þingmenn Aþingis. Þar segir m.a. : ,,Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til 4 ára í þessum kjördæmum:..." Og svo er landinu skipt í 8 kjördæmi. Stjórnarskrárþingmenn verða að huga að þessari grein og velta því fyrir sér hvort að landið eigi ekki að vera eitt kjördæmi og allir séu jafnir hvað varðar kosningar til Alþingis, að atkvæði hvers og eins sé jöfn er gengið er til kosninga til Alþingis. Með þessu er jafnframt hægt að fækka þingmönnum um þriðjung og þeir fari að starfa fyrir alla landsmenn en ekki einstaka hópa. Í 33. grein kemur fram að ,,Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer farm, er einnig skilyrði kosningarréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis." Ég vil bæta því við eða búa til nýja grein að miða skuli öll aldurstakmörk við þennan lögræðisaldur, þ.e.a.s. kosningaréttinn, giftingarrétt, ökuleyfisrétt og réttinn til áfengisneyðslu. Það gengur ekki að maður sem hefur rétt að gifta sig, eignast börn, kjósa til Aþingis megi t.a.m. ekki drekka áfengi í eigin brúðkaupi eða fara á skemmtistað svo eitthvað sé nefnt. Allt skal miðast við ein aldursmörk, ef þau eru of lág eða há, þá er hægt að breyta þeim. Ég hef verið spurður um afstöðu mína til 62. gr. stjórnarskrárinnar sem hljóðar svo: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum." Spurt var: Telur þú í fyrsta lagi þörf á að breyta þessari grein? Ef svo er hvernig? Og í öðru lagi hver sé afstaða mín til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju? Ég svaraði þessum spurningum á eftirfarandi hátt: Ég hef gefið upp þá afstöðu að ég telji að það eigi ekki að vera breyta hlutum, breytinganna vegna. Standa skal vörð þá hluti sem hafa staðist tímans tönn. Annað verður að breyta. Ég tel að kirkjan og ríkið verði fyrst að tala um þessi mál, áður en hróflað er við þessa grein í stjórnarskránni. Takið eftir seinni setningunni en þar segir: ,,....Breyta má þessu með lögum". Þetta ákvæði opnar, að mínu mati, dyrnar fyrir aðskilnað eða öðru vísi samvinnu ríkis og þjóðkirkju ef vilji er fyrir hendi. En þetta samband er blákaldur raunveruleiki og ekki er hægt að ákveða einhliða uppsögn eða afmá þessa sambands nema með samvinnu og samkomulagi. Mér skilst að báðir aðilar séu opnir fyrir breytingu á þessu sambandi en málið strandi fyrst og fremst á lagatæknilegum atriðum og skiptingu kirkjueigna og -landa. En mín persónulega afstaða er að einhver lög verði að vera utan um trúarbrögð á Íslandi og því nauðsyn að einhver grein - ákvæði sé um stærsta trúarsamfélag landsins og helstu trúarbrögð landsmanna sem er kristin trú sé í stjórnarskránni. Svo að ég tali skýrt: Ákvæðið um hina evangelísku lúterska kirkju skal standa þar til almenn sátt, hvort sem það er milli ríkis og kirkju eða Íslendinga almennt, kemst á um samband ríkis og kirkju. Svo ég svari seinni spurningunni, þá tel ég að eitthvað samband verði að vera á milli ríkis og kirkju og samvinna þeirra á milli. Það er ekkert tómarúm þarna á milli eða aðskildir heimar. Það er nú svo að ríkið getur ekki hunsað trúarþörf og trúarlíf landsmanna. Gott samband verður að vera milli þessara aðila sem og annarra trúfélaga landsins ef samhygð og eining á að ríkja í landinu. Gleymum ekki orðum Þorgeirs Ljósvetningagoða er hann mælti: „En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn." Í þessu sambandi þýðir hugtakið lög samfélag Íslendinga og hugtakið siður trú. Með öðrum orðum, eitthvað samband verður að vera þarna á milli og að sjálfsögðu á það að vera á jákvæðu nótum og með sem mestu samvinnu. Hitt er svo annað mál hvort að þjóðkirkjan eigi að vera ríkiskirkja eða sjálfstæð stofnun en eins og áður segir verður að vera mikil og djúp umræða um málið áður en einhverjar breytingar verða bundnar á stjórnarskránni eða núverandi grein afmáð. Í ljósi þeirrar hættu sem okkur stafar af alþjóðaglæpastarfsemi vil ég breyta 66. greininni en þar segir: ,,Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki. Útlendingi verður aðeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt lögum." Þessari setningu vil ég bæta inn í: Svipa má eða hinda töku ríkisborgarrétt ef viðkomandi einstaklingur hefur gerst brotlegur við hegningarlög landsins sem varða fangelsi. Þarna hafa stjórnvöld heimild til að vísa úr landi einstaklingum sem eru hættulegir almannahagsmunum landsins. Að mínu mati ber íslenskum stjórnvöldum engin sérstök skylda að hýsa erlenda glæpamenn. Í 76. grein stjórnarskránna er grein sem er svo hljóðandi og er mér mjög hugleikin í ljósi núverandi efnahagsástands: ,,Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika." Þetta er gott og blessað svo langt sem það nær en ég vil breyta þessari setningu eða bæta við: Tryggja skal lágmarksframfærsla allra borgara landsins þannig að framfærslan verði ekki undir fátækrarmörk og varði ekki við mannréttindabrot." Með öðrum orðum að ríkið geti ekki skorist undan skyldu sína sem er að tryggja öllum sama rétt til að hafa til hnífs og skeiðar og fólk þurfi ekki að verða fyrir opinbera auðmýkingu sem það hlýtur að teljast, að þurfa að standa í biðröðum eftir nauðþurftum. Auðvelt er að finna fátæktarmörkin en það er útreiknuð lágmarksframfærsla og jafnvel hægt að búa til sérstaka framfærsluvísitölu í þessu sambandi. Svona misrétti á ekki að sjást á 21. öld. Mörg önnur mál eru mér hugleikin sem ég tel að eigi að laga í stjórnarskránni eða bæta inn í en ég enda orð mín á þessum alkunnu sannindum; það sem kynslóðir hafa skapað og staðist hefur tímans tönn, ber að varðveita og þar af leiðandi á ekki að breyta öllu í stjórnarskránni, einungis breytinganna vegna. Birgir Loftsson, nr. 3557
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun