Innlent

Lögmanni gert að greiða félögum sínum milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórarinn var dæmdur til að greiða félögum sínum 22 milljónir.
Þórarinn var dæmdur til að greiða félögum sínum 22 milljónir.
Hæstiréttur dæmdi í gær Þórarin V. Þórarinsson til að greiða þremur meðeigendum sínum í lögmannsstofu og innheimtufyrirtæki um 22 milljónir króna auk vaxta.

Þórarinn gekk inn í fyrirtæki þremenninganna árið 2002 og hét því þá að veltuaukning fyrirtækisins myndi aukast fyrir árið 2006. Næðist það ekki gæti Þórarinn starfað áfram með skerta viðskiptavild eða greitt félögum sínum fyrir hlut sinn í stofunni samkvæmt fyrirfram ákveðnu reiknilíkani. Þegar ljóst varð að markmið um veltuaukningu næðist ekki ákvað Þórarinn að greiða félögum sínum það sem á vantaði en ágreiningur reis um hvernig sú greiðsla skyldi reiknuð.

Þremenningarnir, sem eru þeir Hróbjartur Jónatansson, Reynir Karlsson og Sveinn Jónatansson, stefndu því Þórarni á þeirri forsendu að markmið um tekjuaukningu hafi ekki náðst í samræmi við það samkomulag sem gert hafði verið. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Þórarin en Hæstiréttur samþykkti þrautavarakröfu þremenninganna. Upphæðn sem Þórarinn kemur til með að þurfa að greiða nemur um 39 milljónum króna vegna vaxta sem bætast við 22 milljóna króna höfuðstól.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×