Erlent

Obama heitir aðstoð

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að olíuslysið á Mexíkóflóa sé af þeirri stærðargráðu að það sé án nokkurs fordæmis. Yfirvöld áætla að um 6 milljónir lítra af olíu hafi lekið úr borholunni síðan að borpallur breska olíurisans BP sprakk og sökk fyrir tæpum tveimur vikum.

Obama kom til Louisiana í gær og sagði að stjórnvöld muni gera allt sem í þeirra valdi standi að hreinsa strandlengjuna en olíuflekkurinn ógnar lífríki á gríðarlega stóru svæði. Þá minnti Obama jafnframt á að BP beri mikla ábyrgð á því hvernig fór. Holan er á rúmlega eins og hálfs kílómetra dýpi og telja yfirvöld að það geti tekið þrjá mánuði að skrúfa fyrir lekann












Fleiri fréttir

Sjá meira


×