Innlent

Eldsvoði að Laufási í Eyjafirði

Eldur kom upp í gamla torfbænum að Laufási í Eyjafirði um klukkan níu í gærkvöldi og var þegar kallað á slökkvilið frá Grenivík.

Heimamönnum hafði teksit með snarræði að slökkva eldinn áður en það kom á vettvang, en það reykræsti bæinn.

Skjót viðbrögð heimamanna eru talin hafa komið í veg fyrir að stór tjón yrði á bænum, sem þyrkir merk heimild um búsetuhætti fyrri alda.

Eldsupptök eru ókunn, en einhverskonr sjálfsíkveikja þykir koma til greina. Málið er í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×