Erlent

Lausn fundin á húsasótt

Japanskir vísindamenn segjast hafa fundið upp tæki sem vinnur á húsasótt. Húsasótt stafar af lélegri loftræstingu í byggingum og stofnunum sem verður þess valdandi að ýmis efni í teppum, hreinsiefnum og í raftækjum komast ekki út og valda fólki ýmsum kvillum á borð við hausverk og síþreytu.

Nýja tækið tekur þessi efni og umhverfir þeim í vatn og koltvísýring. Í Bretlandi einu er talið að húsasótt sé þess valdandi að 24 milljónir vinnudaga tapist árlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×