Doði í Reykjavík Oddný Sturludóttir skrifar 6. apríl 2010 06:00 Atvinnuleysi er mikið í Reykjavíkurborg, tæplega 7000 manns eru án vinnu. Reykjavíkurborg ber ríka ábyrgð á tímum mikils atvinnuleysis og þá ábyrgð eru stjórnmálahreyfingar mistilbúnar að axla. Atvinnumálin draga fram skýran mun á ábyrgri jafnaðarstefnu og aðgerðarlausri frjálshyggju. Við segjum: Aðgerðir strax. Frjálshyggjan segir: Bíðum og látum markaðinn um þetta. Sú bið gæti orðið okkur dýrkeypt. Hver mánuður í atvinnuleysi er samfélagslegt tjón. Atvinna er stærsta velferðarmálið og við verðum að koma sem flestum vinnandi höndum til verka. Strax eftir hrun lagði Samfylkingin fram tillögu um nýja atvinnustefnu fyrir Reykjavík. Hún náði yfir svið ferðamennsku, heilsu, lista og menningar, kvikmyndagerðar, tónlistar, orkumála, skólamála, verslunar, þekkingar og þjónustu. Samfylkingin hefur ítrekað lagt til átak í bráðnauðsynlegum viðhaldsverkefnum til að örva atvinnustig, nýtingu á tómu húsnæði í þágu nýsköpunar, eflingu skapandi greina með stuðningi við vísindagarða og að borgin einfaldi regluverk sitt svo auðveldara sé að stofna og reka fyrirtæki. Samfylkingin hefur lagt til að borgin endurreisi Aflvaka, þróunar- og nýsköpunarfélag í atvinnumálum til beinnar markaðssetningar á tækifærum borgarinnar. Flestar þessara tillagna eru óafgreiddar og í frestun. Lítið hefur gerst, því miður. Og atvinnuleysið eykst. Á vettvangi Atvinnumálahóps hefur verið ráðist í margar jákvæðar aðgerðir til að vinna gegn neikvæðum afleiðingum atvinnuleysis, með úthlutun fjármagns til að ráða atvinnuleitendur inn á svið borgarinnar. Líklegt er að hægt sé að ráða um 200 manns inn til borgarinnar í skamman tíma - svo betur má ef duga skal. Hvenær ætlar borgin að móta sér alvöru, öfluga atvinnustefnu? Sami frjálshyggjudoðinn og kom okkur í hrunið má ekki einkenna viðbrögð Reykjavíkurborgar við kreppunni. Mörgum finnst sem friður sé kominn á í Ráðhúsi Reykjavíkur eftir mesta niðurlægingartímabil í sögu borgarstjórnar þar sem valdabrölt manna náði nýjum lægðum og borgarstjórastóllinn var settur á uppboð. En friður er ekki það sama og doði. Og Reykvíkingar þurfa ekki á doðanum að halda, Reykvíkingar þurfa á aðgerðum að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er mikið í Reykjavíkurborg, tæplega 7000 manns eru án vinnu. Reykjavíkurborg ber ríka ábyrgð á tímum mikils atvinnuleysis og þá ábyrgð eru stjórnmálahreyfingar mistilbúnar að axla. Atvinnumálin draga fram skýran mun á ábyrgri jafnaðarstefnu og aðgerðarlausri frjálshyggju. Við segjum: Aðgerðir strax. Frjálshyggjan segir: Bíðum og látum markaðinn um þetta. Sú bið gæti orðið okkur dýrkeypt. Hver mánuður í atvinnuleysi er samfélagslegt tjón. Atvinna er stærsta velferðarmálið og við verðum að koma sem flestum vinnandi höndum til verka. Strax eftir hrun lagði Samfylkingin fram tillögu um nýja atvinnustefnu fyrir Reykjavík. Hún náði yfir svið ferðamennsku, heilsu, lista og menningar, kvikmyndagerðar, tónlistar, orkumála, skólamála, verslunar, þekkingar og þjónustu. Samfylkingin hefur ítrekað lagt til átak í bráðnauðsynlegum viðhaldsverkefnum til að örva atvinnustig, nýtingu á tómu húsnæði í þágu nýsköpunar, eflingu skapandi greina með stuðningi við vísindagarða og að borgin einfaldi regluverk sitt svo auðveldara sé að stofna og reka fyrirtæki. Samfylkingin hefur lagt til að borgin endurreisi Aflvaka, þróunar- og nýsköpunarfélag í atvinnumálum til beinnar markaðssetningar á tækifærum borgarinnar. Flestar þessara tillagna eru óafgreiddar og í frestun. Lítið hefur gerst, því miður. Og atvinnuleysið eykst. Á vettvangi Atvinnumálahóps hefur verið ráðist í margar jákvæðar aðgerðir til að vinna gegn neikvæðum afleiðingum atvinnuleysis, með úthlutun fjármagns til að ráða atvinnuleitendur inn á svið borgarinnar. Líklegt er að hægt sé að ráða um 200 manns inn til borgarinnar í skamman tíma - svo betur má ef duga skal. Hvenær ætlar borgin að móta sér alvöru, öfluga atvinnustefnu? Sami frjálshyggjudoðinn og kom okkur í hrunið má ekki einkenna viðbrögð Reykjavíkurborgar við kreppunni. Mörgum finnst sem friður sé kominn á í Ráðhúsi Reykjavíkur eftir mesta niðurlægingartímabil í sögu borgarstjórnar þar sem valdabrölt manna náði nýjum lægðum og borgarstjórastóllinn var settur á uppboð. En friður er ekki það sama og doði. Og Reykvíkingar þurfa ekki á doðanum að halda, Reykvíkingar þurfa á aðgerðum að halda.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun