Erlent

Tæknifíklar búa til myndavélar

Margir hafa brugðist við kvörtunum frá þeim sem finnst ýmislegt vanta í nýju tölvuna frá Apple. Fréttablaðið/AFP
Margir hafa brugðist við kvörtunum frá þeim sem finnst ýmislegt vanta í nýju tölvuna frá Apple. Fréttablaðið/AFP
Tæknitröll hafa unnið að því að bæta úr því sem vantar í iPad-tölvuna sem kom á markað um síðustu helgi. Í netútgáfu tímaritsins PC World er bent á að búið sé að bæta úr skorti á myndavél. Annars vegar er um að ræða hugbúnað sem tengir saman iPad-tölvuna og iPhone-símann. Bæði má nota staðarnet tölvu og síma (Wi-Fi) eða blátannartækni á þann veg að síminn nýtist sem myndavél. Hins vegar má kaupa sérstaka myndavél, sem tengist tölvunni með blátannartækni. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×