Lífið

Bjó sig undir hið versta

Cheryl Cole hélt að hún mundi deyja úr malaríu, sem hún smitaðist af í sumar. nordicphotos/getty
Cheryl Cole hélt að hún mundi deyja úr malaríu, sem hún smitaðist af í sumar. nordicphotos/getty
Breska söngkonan Cheryl Cole gerði erfðaskrá þegar hún glímdi við alvarleg veikindi í sumar. Cole greindist með malaríu eftir að það leið yfir hana í myndatöku og segist hún sjálf hafa haldið að hún mundi deyja.

„Mér var svo illt að ég hugsaði að ef ég ætti að deyja vildi ég gera það fljótt,“ sagði Cole í opinskáu viðtali við breska sjónvarpsmanninn Piers Morgan. Ákvað söngkonan því að gera erfðaskrá þar sem hún deildi eigum sínum og auði milli vina og vandamanna.

Í viðtalinu gerir Cole einnig upp hjónabandið við fótboltamanninn Ashley Cole en þau skildu á árinu eftir framhjáhald hans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.