Kostir sameiningar 6. mars 2010 06:00 Skúli Guðbjarnason skrifar um sameiningu sveitarfélaga Sameining Reykjavíkur og Álftaness hefur mikla kosti varðandi atvinnuuppbyggingu og tekju- og gjaldeyrisöflun beggja sveitarfélaga. Með bættum samgöngum sjóleiðina skapast spennandi kostir með afar ódýrum og einföldum hætti. Álftnesingar kæmust auðveldlega í samband við almenningssamgöngur og göngu-/hjólastíganet höfuðborgarinnar. Reykvíkingar fengju aftur á móti aðgang að útivistarperlu sem er einstæð á Íslandi og það er góð sundlaug þar líka. Skemmtilegir möguleikar á að ferðast hringleið á hjóli um höfuðborgarsvæðið opnast. Það er álíka langt þessa leið til miðbæjar Reykjavíkur og miðbæja nágrannabyggða Álftaness. Sama vegalengd er milli Háskólanna í Reykjavík og miðbæjar Álftaness, eins og vegalengd Álftanessafleggjarans er. Þeir Álftnesingar sem sækja atvinnu og þjónustu miðsvæðis í Reykjavík ættu hægara um vik að nýta almenningssamkomur. Þá gætu Reykvíkingar sótt atvinnu til Álftaness, en búast má við að atvinnustarfsemi á Álftanesinu myndi aukast talsvert við þessa aðgerð. Miðsvæðis í Reykjavík er mun meira gistirými en afþreying þess svæðis annar. Slík tenging gæfi ferðaþjónustuaðilum gífurleg tækifæri til að veita þjónustu og skapa aukna atvinnu á Álftanesi, sem jafnframt eykur gjaldeyristekjur stórlega. Komið hefur í ljós að gistirými á höfuðborgarsvæðinu er þegar langt umfram framboð á afþreyingu. Tenging við Álftanes styður við ferðaþjónustu miðsvæðis í Reykjavík. Fámenni sveitarfélagsins hefur gert Álftnesingum erfitt um vik að nýta augljósa kosti þess mikla landsvæðis sem hér er. Við höfum séð Reykvíkinga gera hagstæða samninga við ríkið um jarðnæði sem hefur síðan nýst til uppbyggingar. Ljóst er að skilvirkara stjórnkerfi stærsta sveitarfélags landsins myndi áorka meiru en okkur hefur tekist, hver sem stefnan yrði varðandi landnýtingu. Hægt er að byggja upp aðstæður til að njóta betur villtrar náttúru Álftaness þar sem búið væri í haginn fyrir náttúruskoðun og menningarviðburði. Í árhundruð hafa mörg inngrip verið gerð í náttúru Álftaness til hagsbóta fyrir landbúnað og mannabyggð. Það má hugsa sér að búið verði í haginn fyrir þær fuglategundir sem nú eiga undir högg að sækja vegna þessa, samtímis því að okkur verði gert betur kleift að njóta nærveru þeirra án þess að valda þeim ónæði. Þörf miðbæjarbúa í Reykjavík fyrir rými til að njóta villtrar náttúru innan áhrifasvæðis almenningssamgangna hefur stóraukist undanfarið. Talsverð umferð útivistarfólks er um frábært göngustígakerfi höfuðborgarinnar á góðviðrisdögum. Ekki síst við Skerjafjörð og Nauthólsvík. Þangað ganga strætisvagnar. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá þá augljósu kosti fyrir bæði sveitarfélögin, sem samgöngur milli Álftaness og þessa svæðis hefðu í för með sér. Þegar horft er til sameiningarmála er afar mikilvægt að virða fyrir sér hvaða kostir eru samfara sameiningu. Þá er nauðsynlegt að horfa til þess hvaða jákvæðu breytingar myndu fylgja sameiningu Álftaness við annað sveitarfélag, til skamms tíma. Einfaldlega vegna þess að erfitt er að segja með vissu hvað gerist þegar til lengri tíma er litið. Erfitt er að sjá að nokkuð annað sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík hafi tækifæri til eða áhuga á að nýta möguleika á Álftanesi, til góðs fyrir íbúana, í jafn miklum mæli. Eini raunhæfi kosturinn er varðar sameiningu er sá kostur sem er báðum sveitarfélögunum sem sameinast til góðs. Sama hvernig málið er skoðað er erfitt að sjá sameiningarkost sem kemst nálægt því að jafnast á við þá kosti sem sameining Álftaness og Reykjavíkur myndi færa íbúum og gestum þessara sveitarfélaga. Höfundur er náttúrufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Skúli Guðbjarnason skrifar um sameiningu sveitarfélaga Sameining Reykjavíkur og Álftaness hefur mikla kosti varðandi atvinnuuppbyggingu og tekju- og gjaldeyrisöflun beggja sveitarfélaga. Með bættum samgöngum sjóleiðina skapast spennandi kostir með afar ódýrum og einföldum hætti. Álftnesingar kæmust auðveldlega í samband við almenningssamgöngur og göngu-/hjólastíganet höfuðborgarinnar. Reykvíkingar fengju aftur á móti aðgang að útivistarperlu sem er einstæð á Íslandi og það er góð sundlaug þar líka. Skemmtilegir möguleikar á að ferðast hringleið á hjóli um höfuðborgarsvæðið opnast. Það er álíka langt þessa leið til miðbæjar Reykjavíkur og miðbæja nágrannabyggða Álftaness. Sama vegalengd er milli Háskólanna í Reykjavík og miðbæjar Álftaness, eins og vegalengd Álftanessafleggjarans er. Þeir Álftnesingar sem sækja atvinnu og þjónustu miðsvæðis í Reykjavík ættu hægara um vik að nýta almenningssamkomur. Þá gætu Reykvíkingar sótt atvinnu til Álftaness, en búast má við að atvinnustarfsemi á Álftanesinu myndi aukast talsvert við þessa aðgerð. Miðsvæðis í Reykjavík er mun meira gistirými en afþreying þess svæðis annar. Slík tenging gæfi ferðaþjónustuaðilum gífurleg tækifæri til að veita þjónustu og skapa aukna atvinnu á Álftanesi, sem jafnframt eykur gjaldeyristekjur stórlega. Komið hefur í ljós að gistirými á höfuðborgarsvæðinu er þegar langt umfram framboð á afþreyingu. Tenging við Álftanes styður við ferðaþjónustu miðsvæðis í Reykjavík. Fámenni sveitarfélagsins hefur gert Álftnesingum erfitt um vik að nýta augljósa kosti þess mikla landsvæðis sem hér er. Við höfum séð Reykvíkinga gera hagstæða samninga við ríkið um jarðnæði sem hefur síðan nýst til uppbyggingar. Ljóst er að skilvirkara stjórnkerfi stærsta sveitarfélags landsins myndi áorka meiru en okkur hefur tekist, hver sem stefnan yrði varðandi landnýtingu. Hægt er að byggja upp aðstæður til að njóta betur villtrar náttúru Álftaness þar sem búið væri í haginn fyrir náttúruskoðun og menningarviðburði. Í árhundruð hafa mörg inngrip verið gerð í náttúru Álftaness til hagsbóta fyrir landbúnað og mannabyggð. Það má hugsa sér að búið verði í haginn fyrir þær fuglategundir sem nú eiga undir högg að sækja vegna þessa, samtímis því að okkur verði gert betur kleift að njóta nærveru þeirra án þess að valda þeim ónæði. Þörf miðbæjarbúa í Reykjavík fyrir rými til að njóta villtrar náttúru innan áhrifasvæðis almenningssamgangna hefur stóraukist undanfarið. Talsverð umferð útivistarfólks er um frábært göngustígakerfi höfuðborgarinnar á góðviðrisdögum. Ekki síst við Skerjafjörð og Nauthólsvík. Þangað ganga strætisvagnar. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá þá augljósu kosti fyrir bæði sveitarfélögin, sem samgöngur milli Álftaness og þessa svæðis hefðu í för með sér. Þegar horft er til sameiningarmála er afar mikilvægt að virða fyrir sér hvaða kostir eru samfara sameiningu. Þá er nauðsynlegt að horfa til þess hvaða jákvæðu breytingar myndu fylgja sameiningu Álftaness við annað sveitarfélag, til skamms tíma. Einfaldlega vegna þess að erfitt er að segja með vissu hvað gerist þegar til lengri tíma er litið. Erfitt er að sjá að nokkuð annað sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík hafi tækifæri til eða áhuga á að nýta möguleika á Álftanesi, til góðs fyrir íbúana, í jafn miklum mæli. Eini raunhæfi kosturinn er varðar sameiningu er sá kostur sem er báðum sveitarfélögunum sem sameinast til góðs. Sama hvernig málið er skoðað er erfitt að sjá sameiningarkost sem kemst nálægt því að jafnast á við þá kosti sem sameining Álftaness og Reykjavíkur myndi færa íbúum og gestum þessara sveitarfélaga. Höfundur er náttúrufræðingur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun