Lífið

Ólafur Arnalds fær fjóra af fimm í Uncut

Ólafur Arnalds fær góða dóma fyrir nýjustu plötu sína sem kemur út í dag.
Ólafur Arnalds fær góða dóma fyrir nýjustu plötu sína sem kemur út í dag.

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds fær góða dóma fyrir sína nýjustu plötu, …and they have escaped the weight of darkness.

Breska tímaritið Uncut gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum þar sem tónlistinni er lýst sem tímalausri og framúrskarandi góðri. Tónlistarsíðan Drowned In Sound gefur plötunni 9 í einkunn af 10 mögulegum.

„Við getum náð tengslum við hefðbundin lög með því að hlusta á ákveðin erindi eða texta en hérna er allt litrófið af tilfinningum og sumar þeirra eiga uppruna sinn í hversdagsleikanum," segir í dómnum. Þýska síðan Kulturnews.de gefur plötunni einnig góða dóma, eða fjórar stjörnur af sex mögulegum.

Á Myspace-síðu Ólafs Arnalds er hægt er að hlusta á nýju plötuna og eldra efni.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.