Lífið

Vax sendir frá sér lag og Dr. Gunni er á bassanum

Hljómsveitin Vax hefur sent frá sér lagið Hot in Here.
Hljómsveitin Vax hefur sent frá sér lagið Hot in Here.

Hljómsveitin Vax hefur sent frá sér lagið Hot in Here, þar sem Dr. Gunni sér um bassaleikinn. Sveitin hefur tekið upp efni með hléum í um þrjú ár.

Ástæðan fyrir þessum langa tíma er sú að meðlimirnir hafa verið iðnir við barneignir og hafa eignast fimm börn á þessu tímabili. Vax ætlar að gefa út fleiri lög með haustinu.

Einnig eru nokkrir tónleikar fyrirhugaðir hjá sveitinni, þar á meðal á Borgarfirði eystri, daginn áður en tónlistarhátíðin Bræðslan hefst síðustu helgina í júlí.

Lagið má heyra hér á Facebook-síðu hljómsveitarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.