Lífið

Hugleikur og hinir Tinna-spekingarnir tókust á

Listamennirnir Davíð Örn Halldórsson og Hugleikur Dagsson voru á meðal keppenda. fréttablaðið/anton
Listamennirnir Davíð Örn Halldórsson og Hugleikur Dagsson voru á meðal keppenda. fréttablaðið/anton
Pöbba-spurningakeppni um myndasöguhetjuna Tinna var haldin á Rosenberg á dögunum. Efnt var til keppninnar í tilefni af endurútgáfu Tinna-bókanna.

Það voru fjölmiðlamennirnir Sveinn H. Guðmarsson og Þórarinn B. Þórarinsson sem stjórnuðu keppninni, sem heppnaðist vel. Spurðu þeir á þriðja tug spurninga um þennan vinsæla belgíska blaðasnáp.

Kvenkyns aðdáendur Tinna voru sérstaklega hvattir til að taka þátt. Kristín Una Friðjónsdóttir, Tanja Marín Friðjónsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir og Berglind Hólm Ragnarsdóttir létu sig ekki vanta.

Jakob Falur Garðarsson, Markús Þórhallsson og Svanur Þórhallsson spreyttu sig á Tinna-spurningunum.

Tinni Sveinsson, blaðamaður á Vísi.is (til vinstri), mætti að sjálfsögðu til leiks ásamt Tryggva Ólafssyni umbrotsmanni og Gústaf Hannibal.

Spyrlarnir Þórarinn B. Þórarinsson og Sveinn H. Guðmarsson voru í hörkustuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.