Lífið

Sigtryggur heldur styrktartónleika - tengdasonurinn einn nímenninganna

Sigtryggur Baldursson er í baráttuhug.
Sigtryggur Baldursson er í baráttuhug.

Tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson og leikkonan Magnea Björk Valdimarsdóttir hafa skipulagt tónleikaveislu til styrktar nímenningunum sem ákærðir eru fyrir árásina á Alþingishúsið í byrjun búsáhaldabyltingarinnar 2008. Sigtryggi er málið nokkuð skylt því tengdasonur hans er meðal hinna níu.

„Mér finnst mjög mikilvægt að lýsa yfir stuðningi við þetta mál, mér finnst dómskerfið vera að hlaupa á sig því þarna á að dæma níu manns á svolítið alvarlegan hátt," segir Sigtryggur og bendir á að nímenningarnir séu síður en svo þeir fyrstu sem ráðast inn á Alþingi.

„Frægast er nú sennilega þegar menn réðust inn á pallana með plat-vélbyssur," útskýrir Sigtryggur sem þykir það heldur hæpið að handtaka þessa níu og ætla að flengja þá opinberlega fyrir þessa mótmælastöðu.

„Þetta er ekki alveg rétta fólkið til að taka, þetta var ekki fólkið sem var að beita ofbeldi," bendir Sigtryggur á og bætir því við að sú hugmynd, að dæma út frá 100. gr. hegninarlaganna sé nánast út úr kortinu.

„Dómur við brot á þeirri grein varðar fangelsi allt frá einu ári og upp í sextán ár."

Meðal þeirra sem ætla að láta stuðning sinn í ljósi við mál nímenningana eru Páll Óskar, Hjaltalín, KK og Ellen, Ari Eldjárn og Varsjárbandalagið." Tónleikarnir verða á Austurvelli í dag og hefjast klukkan tvö. - fgg










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.