Lífið

Slegist um Skytturnar þrjár

Christoph Waltz og Mads Mikkelsen leika þrjótana í nýrri kvikmynd um skytturnar þrjár. Tvær myndir eru í burðarliðunum um þessa frægu kappa Alexandre Dumas.
Christoph Waltz og Mads Mikkelsen leika þrjótana í nýrri kvikmynd um skytturnar þrjár. Tvær myndir eru í burðarliðunum um þessa frægu kappa Alexandre Dumas.

Warner Bros tilkynnti nýverið að ráðist yrði í gerð kvikmyndar um Skytturnar þrjár eftir samnefndri bók Alexandre Dumas. Leikstjórinn Doug Liman, þekkastur fyrir Bourne Identity, mun líklega stýra hlutunum á tökustað.

Fyrir tæpum sautján árum var gerð kvikmynd um Skytturnar þrjár með þeim Charlie Sheen, Donald Sutherland, Chris O'Donnell og Oliver Platt í helstu hlutverkum og sagan um skytturnar kom einnig við sögu í Man with the Iron Mask þar sem Gabriel Byrne, Jeremy Irons, Gérard Depardieu og John Malkovich léku hinar fræknu hetjur.

Warner verður hins vegar ekki eitt um hituna því Paul Anderson, maðurinn á bak við Resident Evil, hefur tilkynnt að hann ætli sér að gera þrívíddarútgáfu um Skytturnar þrjár.

Það sem vekur kannski mestu athyglina er að Óskarsverðlaunahafinn Christoph Waltz hefur tekið að sér hlutverk hins illa kardínála og Mads Mikkelsen verður senditíkin hans, Rochefort. Auk þeirra tveggja munu Logan Lerman, Ray Stevenson, Luke Evans og Matthew Macfadyen leika í myndinni.- fgg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.