Lífið

Náttsöngvar í Kristskirkju

Sergej Rakhmanínov
Sergej Rakhmanínov

Á mánudag kl. 20 flytur Sönghópurinn Hljómeyki, undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar, Náttsöngva, op. 37 eftir Sergej Rakhmanínov í Kristskirkju, Landakoti. Sönghópurinn Hljómeyki flutti verkið fyrstur allra kóra á Íslandi í árslok 2007 og nú gefst mönnum tækifæri til að hlýða á verkið í annað sinn í flutningi sönghópsins.

Einsöngvarar í verkinu eru: Lilja Dögg Gunnarsdóttir mezzósópran, Pétur Húni Björnsson tenór og Hjálmar P. Pétursson bassi.

Náttsöngvar, eða Vespers op. 37, eru í fimmtán köflum, sungið er á rússnesku og tekur um klukkutíma í flutningi. Þetta er einstaklega hljómfagurt verk en um leið afar krefjandi fyrir kórinn. Verkið byggir á náttsöng rétttrúnaðarkirkjunnar, sem er blanda af kvöld- og morgunbænum og hefur höfundur valið úr textunum og tónsett þá. Náttsöngvarnir eru taldir eitt merkasta tónverk rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og var verkið í miklu uppáhaldi hjá tónskáldinu sjálfu sem bað um að einn þátturinn (Lofsöngur Símeons) yrði fluttur við jarðarför sína.

Miðar á tónleikana eru til sölu hjá 12 Tónum, hjá kórfélögum og við innganginn. - pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.