Dikta sigrar Ísland 13. mars 2010 06:00 Dikta er vinsælasta hljómsveit landsins og hefur nánast einokað vinsældalista landsins á árinu. fréttablaðið/stefán Hljómsveitin Dikta er búin að eiga tvö lög á toppi Lagalistans í ár þrátt fyrir að mars sé aðeins hálfnaður. Hljómsveitin hefur aldrei verið heitari en nú eftir þrjár plötur og mörg ár í harkinu. „Ég var mjög ánægður með plötuna og bjóst alveg við að það myndi ganga vel - en ekki svona vel,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Dikta hefur átt tvö lög á toppi lagalistans í ár og hefur í raun setið á toppnum frá því í byrjun desember á síðasta ári, ef undanskildar eru þrjár vikur sem Páll Óskar, Hera Björk og breska hljómsveitin Muse skiptu með sér. Umrædd lög, From Now On og Thank You, komu út á plötunni Get it Together í fyrra, en hún hefur selst í meira en 3.200 eintökum, setið á toppi tónlistans í tæpan mánuð og er tilnefnd sem poppplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld. „Þetta er að sjálfsögðu mjög gaman. Við erum búnir að vera að harka í 11 ár og það gengur alltaf betur og betur, en nú er þetta farið að ganga svakalega smurt,“ segir læknirinn Haukur Heiðar, en hann var nývaknaður eftir næturvakt þegar Fréttablaðið náði í hann. „Við bjuggumst ekki við að eiga topplag í níu vikur og að næsta færi beint á toppinn.“ Dikta heyrðist fyrst aðallega á útvarpsstöðinni Xið 977, sem er eina rokkútvarpsstöð landsins. Rás 2 hefur einnig spilað tónlist hljómsveitarinnar í gegnum tíðina, en nú er hún farin að heyrast á FM 957 og Bylgjunni. Ekki nóg með það, þá er hún vinsælasta hljómsveitin á FM, sem hlýtur að vekja upp skrýtnar tilfinngar hjá Hauki, eða hvað? „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessari spurningu,“ segir hann og hlær. „Er það ekki bara eitthvað til að fagna? Auðvitað vill maður að sem flestir hlusti á músíkina manns.“ En eru þið ekkert hræddir um að missa töffstimpilinn? „Við höfum aldrei haft neinn töffstimpil. Við höfum aldrei verið inni í þessari hipp og kúl-klíku. Það er fullt af klíkum á Íslandi, en við höfum aldrei verið í þessu 101- eða krúttdæmi. Við höfum alltaf verið strákar í Garðabæ að spila músík. Svo eru alltaf fleiri og fleiri sem hlusta á músíkina okkar þannig að ég hef engar áhyggjur af neinum stimpli.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Hljómsveitin Dikta er búin að eiga tvö lög á toppi Lagalistans í ár þrátt fyrir að mars sé aðeins hálfnaður. Hljómsveitin hefur aldrei verið heitari en nú eftir þrjár plötur og mörg ár í harkinu. „Ég var mjög ánægður með plötuna og bjóst alveg við að það myndi ganga vel - en ekki svona vel,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Dikta hefur átt tvö lög á toppi lagalistans í ár og hefur í raun setið á toppnum frá því í byrjun desember á síðasta ári, ef undanskildar eru þrjár vikur sem Páll Óskar, Hera Björk og breska hljómsveitin Muse skiptu með sér. Umrædd lög, From Now On og Thank You, komu út á plötunni Get it Together í fyrra, en hún hefur selst í meira en 3.200 eintökum, setið á toppi tónlistans í tæpan mánuð og er tilnefnd sem poppplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld. „Þetta er að sjálfsögðu mjög gaman. Við erum búnir að vera að harka í 11 ár og það gengur alltaf betur og betur, en nú er þetta farið að ganga svakalega smurt,“ segir læknirinn Haukur Heiðar, en hann var nývaknaður eftir næturvakt þegar Fréttablaðið náði í hann. „Við bjuggumst ekki við að eiga topplag í níu vikur og að næsta færi beint á toppinn.“ Dikta heyrðist fyrst aðallega á útvarpsstöðinni Xið 977, sem er eina rokkútvarpsstöð landsins. Rás 2 hefur einnig spilað tónlist hljómsveitarinnar í gegnum tíðina, en nú er hún farin að heyrast á FM 957 og Bylgjunni. Ekki nóg með það, þá er hún vinsælasta hljómsveitin á FM, sem hlýtur að vekja upp skrýtnar tilfinngar hjá Hauki, eða hvað? „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessari spurningu,“ segir hann og hlær. „Er það ekki bara eitthvað til að fagna? Auðvitað vill maður að sem flestir hlusti á músíkina manns.“ En eru þið ekkert hræddir um að missa töffstimpilinn? „Við höfum aldrei haft neinn töffstimpil. Við höfum aldrei verið inni í þessari hipp og kúl-klíku. Það er fullt af klíkum á Íslandi, en við höfum aldrei verið í þessu 101- eða krúttdæmi. Við höfum alltaf verið strákar í Garðabæ að spila músík. Svo eru alltaf fleiri og fleiri sem hlusta á músíkina okkar þannig að ég hef engar áhyggjur af neinum stimpli.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira