Lífið

Ekki hægt að hafna Prince

Jake Gyllenhaal gat ekki hafnað hlutverkinu í ævintýramyndinni Prince of Persia.
Jake Gyllenhaal gat ekki hafnað hlutverkinu í ævintýramyndinni Prince of Persia.

Jake Gyllenhaal segist ekki hafa getað hafnað hlutverkinu í ævintýramyndinni Prince Of Persia sem er á leiðinni í bíó. Þar leikur hann hetjuna Dastan sem lendir í alls konar hremmingum.

„Þetta var svo ólíkt mér að ég varð að prófa þetta. Að hlaupa um og berjast með sverðum er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um,“ sagði Gyllenhaal, sem skemmti sér konunglega við tökurnar. Til að undirbúa sig fyrir hlutverkið fór hann í gegnum sex mánaða þjálfunarbúðir sem reyndu mjög á líkama og sál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.