Handbolti

Alfreð: Aron á margt sameiginlegt með Lövgren

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel fóru illa að ráði sínu um helgina er liðið tapaði gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Liðið missti þar með yfirhöndina í toppslagnum gegn Hamburg. Hefur tapað einu stigi meira, er þrem stigum á eftir Hamburg en á leik til góða. Gæti vel farið svo að liðin mætist nánast í hreinræktuðum úrslitaleik þann 22. maí.

Alfreð Gíslason sagði eftir leikinn að leikmenn hefðu brugðist. Kiel komst í 9-3 sem er staða sem liðið hefði ekki klúðrað niður fyrir ári síðan.

Gengi Kiel hefur ekki verið sem skildi eftir áramót. Augljóst er að liðið saknar Nikola Karabatic og Stefan Lövgren. Það virðist ekki eiga nógu sterkan leikstjórnanda og hreinan leiðtoga.

Horfa menn því nú til hins 19 ára Arons Pálmarssonar en hann gat ekki leikið gegn Lemgo vegna meiðsla.

„Aron á margt sameiginlegt með Lövgren. Það sem Lövgren hafði líka var að hann var geysisterkur karakter. Strákur eins og Aron þarf að fá tíma til þess að komast í slíkan flokk," sagði Alfreð um hinn unga lærisvein sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×