Erlent

Óttast um 200 eftir aurskriðu í Ríó

Aur og rusl sópaði 60 kofum í burtu.
Aur og rusl sópaði 60 kofum í burtu. MYND/AP

Óttast er um afdrif allt að 200 manns eftir að enn ein aurskriðan skall á fátækrahverfi í Rio de Janeiro í Brasilíu. Nú þegar hafa 153 látið lífið í aurskriðum í borginni en þar hefur rignt eins og hellt sé úr fötu síðustu daga.

Að minnsta kosti 60 hús hurfu í eðjuna að sögn heilbrigðisráðherra Rio ríkis. Óljóst er hve margir voru í húsunum en að hans sögn gæti tala látinna verið allt að 200. Fátækrahverfið er byggt á hæð sem áður var ruslahaugur og sögðu vitni að tólf metra hár veggur af eðju og rusli hafi skollið á húsunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×