Erlent

Bush vissi af sakleysi Guantanamo fanga

George Bush þáverandi Bandaríkjaforseti vissi þegar árið 2002 að flestir fangar í Guantanamo fangabúðunum væru saklausir.

Bush, varaforsetinn Dick Cheney og varnarmálaráðherrann Donald Rumsfeld hylmdu yfir upplýsingar þess efnis vegna þess að þeir óttuðust að verr myndi ganga að fá aðrar þjóðir til fylgilags við sig í stríðinu í Írak og í baráttunni við hryðjuverkamenn, ef mönnunum yrði sleppt. Svo segir í eiðsvarinni yfirlýsingu frá Lawrence Wilkerson, fyrrverandi offursta í Bandaríkjaher og aðstoðarmanni Colin Powell þegar hann var utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Það er Lundúnablaðið Times sem segir frá yfirlýsingunni í dag en hún verður notuð í dómsmáli sem einn fyrrverandi Guantanamo fangi hefur höfðað. Ásökun af þessu tagi hefur aldrei áður komið frá svo háttsettum embættismanni. Hann staðhæfir að félagarnir hafi vitað af því að meirihluti þeirra rúmlega 700 fanga sem vistðir voru í fangabúðunum á Kúbu væru saklausir.

Það hafi hins vegar að þeirra mati verið pólitískt glapræði að sleppa þeim lausum. Blaðið segir að Colin Powell sé sammála yfirlýsingu Wilkersons. Um 180 fangar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×