Erlent

Framleiðandi Survivor grunaður um morð

Lögregla í Mexíkó hneppti bandaríska sjónvarpsframleiðandann Bruce Beresford-Redman í varðhald en hann var grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína.

Redman, sem þekktastur er fyrir að hafa framleitt hina geysivinsælu Survivor þætti, var í fríi með konu sinni Monicu í Mexíkó og tilkynnti hann um hvarf hennar fyrir nokkrum dögum. Í gær fannst lík hennar í vatnstanki skamman spöl frá hótelherbergi hjónanna.

Nýjustu fregnir herma að Redman hafi verið sleppt úr haldi. Hann er hinsvegar í farbanni og má ekki yfirgefa Mexíkó fyrr en botn kemst í málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×