Erlent

Bakijev segist enn vera forseti

Rosa Otunbajeva
Rosa Otunbajeva
Kurmanbek Bakijev neitar að viðurkenna bráðabirgðastjórn stjórnarandstöðunnar í Kirgisistan og segist enn vera forseti landsins, þótt hann viðurkenni valdaleysi sitt.

Bakiyev var hrakinn frá völdum í byltingu á miðvikudag og segist vera í felum í suðurhluta landsins.

Rosa Otunbajeva. fyrrverandi utanríkisráðherra og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, segir að þingið hafi verið leyst upp og hún ætli að mynda bráðabirgðaríkisstjórn sem muni starfa í hálft ár. Þá verði haldnar kosningar.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×