Skoðun

Íslensk trú, þjóðtunga og samviska þjóðfélagsins

Kolbeinn Aðalsteinsson skrifar

Á tímum umróta og stjórnaskrábreytinga þarf að gæta aðhalds. Aðhaldi af okkur sjálfum. Í umræðunni hefur mikið verið talað um aðskilnað kirkju og ríkis. En sú forskrift er reyndar misvísandi því allmennt viljum við aðskilja ríki frá trúarbrögðum og á því er stór munur.

Ísland á ríkulegan menningararf með tilheyrandi bókmenntum, sögu og óneitanlega norræna þjóðtungu. Okkur ber að varðveita og auðga enn frekar allt sem gerir Ísland af einstakri þjóð. Stór partur af okkar menningararfleið er og mun vera íslensk kristni. En í gegnum söguna hafa Íslendingar verið að stórumhluta trúlausir, ásatrúa, kaþólskir og loks mótmælendur.

Kirkjan hefur leitt mjög gott af sér og tel ég starf kirkjunnar muni áfram leiða gott af sér þrátt fyrir að vendun ríkis á hinni evangelíska lúterska kirkju muni einungis vera í menningarlegu tilliti. En sá menningarlegi og samfélagslegi þáttur ber ekki að vanmeta. Alveg einsog hinn ríkilegi menningararfur íslenskar tungu er hornsteinn Íslands þá er kirkjan og kristin trú hornsteinn af samfélagslegri samvisku þjóðarinnar.

Það sem mun auðga okkar land er algert trúfrelsi. Ekki bann né hlutleysi á trúartáknum heldur algört frelsi og viss jafnræði. Stjórnvöldum ber að vera fagleg í fræðslu og samvinnu við trúastofnanir. Trúastofnanir verða að halda uppi virðingu fyrir mannréttindum, öðrum trúarbrögðum og gera greinamun á trúboð og hjálparstarfi.

Þótt að stjórnarskráinni verði breytt þá munu lög þegar kveða á um stuðning og vernd ríkis einsog lýst er í stjórnarskránni. Með breytingunni fjarlægjum við einungis óbindandi kvöð eða ósk stjórnarskráinnar að vernda og styðja hina evangelíska lúterska kirkju. Útfæring á hverning trúastofnanir munu halda sér uppi er þegar til staðar fyrir minni trúarstofnir. Ég trúi því að kirkjan geti allveg leikið á jöfnum grunndvelli og aðrar stofnanir.

Kolbeinn Aðalsteinsson - 7143








Skoðun

Sjá meira


×