Heilagur papi talinn særa velsæmiskennd 16. febrúar 2010 04:00 Heilagur papi Á teiknaðri myndinni á flöskumiðanum má sjá hettuklæddan papa drúpa höfði með kross í greipum sér. Breyta þurfti nafni og flöskumiða nýs páskabjórs brugghússins Ölvisholts svo hann fengist seldur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Nafnið, sem og kross sem sjá mátti á flöskumiðanum, var talið brjóta í bága við almennt velsæmi með skírskotun til trúarbragða. Bjórinn heitir Heilagur papi og verður hann fáanlegur með því nafni og upprunalegum miða í takmörkuðu magni á skemmtistöðum. Til að hann fengist seldur í Ríkinu þurfti hins vegar að breyta nafninu í Miklholts papa, og skipta um flöskumiða. Ákvörðun ÁTVR er byggð á reglum númer 631 frá 2009 um vöruval verslananna. Þar segir að ÁTVR taki ekki við vörum ef texti eða myndmál á umbúðum „brýtur í bága við almennt velsæmi m.a. með skírskotun til ofbeldis, trúarbragða, kláms, ólöglegra fíkniefna, stjórnmálaskoðana, mismununar, refsiverðrar háttsemi o.s.frv.“ Örn Sigurðsson, innkaupastjóri ÁTVR, sem unnið hefur hjá fyrirtækinu í fimmtán ár, segist aðeins muna eftir einu öðru dæmi þess að vöru hafi verið hafnað á grundvelli þessa ákvæðis. Það hafi líka verið innlend vara, og líka vegna trúarbragða. Örn Stefánsson segist ekki telja að gömlu umbúðirnar séu ýkja hneykslanlegar. Þó hafi verið talið að þær féllu undir þetta ákvæði reglugerðarinnar og athugasemd því gerð. „En þetta er auðvitað túlkunaratriði og það er erfitt að leggja línurnar í því. Við eigum ekkert auðveldara með það en birgjarnir,“ segir Örn. Eigendur Ölvisholts eru hins vegar óánægðir og hyggjast kæra, enda hafi þeir orðið fyrir tjóni við að þurfa að skipta öllum flöskumiðunum út. Tjónið hefur þó ekki verið metið. Árni Helgason, lögmaður Ölvisholts, segir að líklega verði lögð fram stjórnsýslukæra gegn fjármálaráðuneytinu í vikunni þar sem verður látið á það reyna hvort ÁTVR hafi heimild til að hafna vörum á þessum grundvelli. Ákvörðunin hafi haft mjög íþyngjandi áhrif fyrir Ölvisholt, sem hafi þurft að gera miklar og kostnaðarsamar breytingar á vörunni. Óeðlilegt sé að ÁTVR geti að eigin frumkvæði sett svo íþyngjandi reglu. Þá bendir Árni á að þegar séu ýmsar vörur til sölu hjá ÁTVR sem innihalda trúarlegar vísanir. Þeir selji bjórinn St. Peter‘s, sem vísi til Péturs postula, bjórinn Thor, sem vísar til norræna þrumuguðsins, og kross sé áberandi á umbúðum snafsins Jägermeister. stigur@frettabladid.is Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Breyta þurfti nafni og flöskumiða nýs páskabjórs brugghússins Ölvisholts svo hann fengist seldur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Nafnið, sem og kross sem sjá mátti á flöskumiðanum, var talið brjóta í bága við almennt velsæmi með skírskotun til trúarbragða. Bjórinn heitir Heilagur papi og verður hann fáanlegur með því nafni og upprunalegum miða í takmörkuðu magni á skemmtistöðum. Til að hann fengist seldur í Ríkinu þurfti hins vegar að breyta nafninu í Miklholts papa, og skipta um flöskumiða. Ákvörðun ÁTVR er byggð á reglum númer 631 frá 2009 um vöruval verslananna. Þar segir að ÁTVR taki ekki við vörum ef texti eða myndmál á umbúðum „brýtur í bága við almennt velsæmi m.a. með skírskotun til ofbeldis, trúarbragða, kláms, ólöglegra fíkniefna, stjórnmálaskoðana, mismununar, refsiverðrar háttsemi o.s.frv.“ Örn Sigurðsson, innkaupastjóri ÁTVR, sem unnið hefur hjá fyrirtækinu í fimmtán ár, segist aðeins muna eftir einu öðru dæmi þess að vöru hafi verið hafnað á grundvelli þessa ákvæðis. Það hafi líka verið innlend vara, og líka vegna trúarbragða. Örn Stefánsson segist ekki telja að gömlu umbúðirnar séu ýkja hneykslanlegar. Þó hafi verið talið að þær féllu undir þetta ákvæði reglugerðarinnar og athugasemd því gerð. „En þetta er auðvitað túlkunaratriði og það er erfitt að leggja línurnar í því. Við eigum ekkert auðveldara með það en birgjarnir,“ segir Örn. Eigendur Ölvisholts eru hins vegar óánægðir og hyggjast kæra, enda hafi þeir orðið fyrir tjóni við að þurfa að skipta öllum flöskumiðunum út. Tjónið hefur þó ekki verið metið. Árni Helgason, lögmaður Ölvisholts, segir að líklega verði lögð fram stjórnsýslukæra gegn fjármálaráðuneytinu í vikunni þar sem verður látið á það reyna hvort ÁTVR hafi heimild til að hafna vörum á þessum grundvelli. Ákvörðunin hafi haft mjög íþyngjandi áhrif fyrir Ölvisholt, sem hafi þurft að gera miklar og kostnaðarsamar breytingar á vörunni. Óeðlilegt sé að ÁTVR geti að eigin frumkvæði sett svo íþyngjandi reglu. Þá bendir Árni á að þegar séu ýmsar vörur til sölu hjá ÁTVR sem innihalda trúarlegar vísanir. Þeir selji bjórinn St. Peter‘s, sem vísi til Péturs postula, bjórinn Thor, sem vísar til norræna þrumuguðsins, og kross sé áberandi á umbúðum snafsins Jägermeister. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira