Lífið

Ljóð í Norræna húsinu

Vilborg Dagbjartsdóttir
Vilborg Dagbjartsdóttir

Í tilefni stofnunar Menningarsjóðsins Kína-Ísland verður haldið ljóðaþing í Norræna húsinu 4. til 7. október. Á þinginu koma fram sex ljóðskáld frá Kína, tvö frá Japan auk fulltrúa frá hverju Norðurlandanna. Fjögur íslensk skáld taka þátt að þessu sinni og eru þau: Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurður Pálsson, Ingibjörg Haraldsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir.



Dagskrá ljóðþingsins stendur yfir í þrjá daga og býður upp á úrval viðburða s.s. hádegisfyrirlestra, ljóðakvöld og málþing. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra setur hátíðina ásamt kínverska ljóðskáldinu og athafnamanninum Huang Nubo í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.