Erlent

Cameron líklegastur til árangurs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Cameron þykir líklegastur til að geta náð tökum á efnahagslífnu í Bretlandi.
David Cameron þykir líklegastur til að geta náð tökum á efnahagslífnu í Bretlandi.
David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, og flokksfélagi hans, Kenneth Clarke, eru taldir líklegastir til þess að geta leitt bresku þjóðina út úr efnahagslægðinni, að því er ný skoðanakönnun bendir til.

Breska blaðið Daily Telegraph segir frá skoðanakönnuninni, sem gerð er á meðal 540 leiðtoga í bresku viðskiptalífi. Yfir þriðjungur svarenda taldi að Cameron væri líklegastur til að ná árangri en einungis 11% töldu að Gordon Brown forsætisráðherra væri líklegastur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×