Erlent

Yfir hundrað fórust í flugslysi í Lýbíu

Flugvél lýbíska flugfélagsins Afriqiyah fórst við lendingu í Trípólí í morgun.
Flugvél lýbíska flugfélagsins Afriqiyah fórst við lendingu í Trípólí í morgun.
Talið er að 104 hafi farist þegar flugvél fórst skammt frá Trípólí, höfuðborg Lýbíu, í morgun. Átta ára hollenskur drengur komst lífs af úr slysinu.

Ekki er vitað hvað olli slysinu en flugvélin sem var í eigu lýbísks flugfélags var að koma frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Vélin var á leið til lendingar þegar hún splundraðist í tætlur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×