Erlent

Miliband vill verða leiðtogi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Miliband hefur gefið formlega kost á sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Mynd/ AFP.
Miliband hefur gefið formlega kost á sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Mynd/ AFP.
David Miliband hefur gefið kost á sér sem leiðtogi breska Verkamannaflokksins. Gordon Brown, fráfarandi leiðtogi, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gegna stöðunni áfram eftir tap í þingkosningum í síðustu viku.

„Ég mun bjóða mig fram í þessum kosningum," segir Miliband. Hann segist bjóða sig fram af auðmýkt en líka með mikilli ástriðu fyrir starfi innan flokksins.

Miliband var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Gordons Brown.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×