Erlent

Hægt að þvo burtu slæm áhrif

Þekkt hefur verið að handþvottur slái á samviskubit yfir slæmum ákvörðunum. Fréttablaðið/gva
Þekkt hefur verið að handþvottur slái á samviskubit yfir slæmum ákvörðunum. Fréttablaðið/gva
Handþvottur hreinsar ekki bara í burtu óhreinindi og sýkla heldur hreinsar einnig samviskubit vegna slæmra ákvarðana, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar.

Nú hafa sérfræðingarnir einnig komist að því að handþvotturinn dregur úr þeim áhrifum sem fyrri ákvarðanir hafa á breytni fólks, óháð því hvort það hefur samviskubit eða ekki.

Þetta kemur fram í nýjasta eintaki vísindatímaritsins Science. Þar er vitnað í rannsókn sálfræðinga við Michigan-háskóla í Bandaríkjunum, sem sýnir fram á að hið gamalreynda ráð að þvo hendur sínar af slæmum ákvörðunum slær í raun og veru á samviskubitið.

Í rannsókninni voru háskólanemar látnir raða tíu hljómplötum eftir því hverjar þeirra þeir vildu helst eiga. Eftir það máttu þeir eiga annaðhvort plötu númer fimm eða sex. Rannsóknir sýna að eftir að hafa fengið disk að gjöf raða háskólanemarnir gjarnan þeim diski sem þeir fengu ofar, eigi þeir að endurtaka tilraunina.

Í þessu tilviki þurfti helmingur þeirra að þvo sér um hendurnar áður en þeir röðuðu diskunum aftur í vinsældaröð. Þeir sem þvoðu sér létu það mun síður hafa áhrif á sig að þeir hafi fengið einn diskanna að gjöf. Það þótti sýna að handþvotturinn dragi úr áhrifum fyrri ákvarðana.- bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×