Innlent

Ólafur Ragnar ætlar til Indlands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands synjaði lögum um Icesave staðfestingar í gær. Mynd/ Pjetur.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands synjaði lögum um Icesave staðfestingar í gær. Mynd/ Pjetur.
Ólafur Ragnar Grímsson hyggst enn halda út til Indlands í næstu viku, samkvæmt upplýsingum frá forsetaritara. Ólafi Ragnar Grímssyni, forseta Íslands, hefur verið boðið í opinbera heimsókn til Indlands á fimmtudag í næstu viku. Þar mun hann meðal annars taka við Nehru verðlaununum.

Vísir spurði forsetaritara í dag hvort að Ólafur Ragnar hafi gert einhverjar breytingar á ferðatilhögum sínum eftir að hann synjaði Icesave lögunum staðfestingar. Örnólfur Thorsson forsetaritari vísaði þá í svör forsetans á blaðamannafundi í gær og sagði að sér væri ekki kunnugt um neinar breytingar síðan þá.

„Ég hef ekki tekið neina aðra ákvörðun á þessari stundu heldur en að ljúka þessu máli með þessari yfirlýsingu hér í dag," sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×