Ömurleg saga litháísku stúlkunnar 8. mars 2010 17:05 Enginn vafi er í huga fjölskipaðs héraðsdóms Reykjaness að nítján ára litháísk stúlka, sem kom hingað til lands seint í fyrra, sé fórnarlamb mansals. Ítarlega er greint frá aðstæðum hennar í dómi yfir fimm Litháum sem í dag voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver fyrir mansal. Ung hneppt í vændisánauð Stúlkan var hneppt í vændisánauð í Litháen, þegar hún var 17 eða 18 ára. Hún bar fyrir dómi að henni hefðu verið byrluð eiturlyf, í heimalandi sínu. Við slíkt tækifæri hefði hún vaknað inni í íbúð þar sem hún ekki komst út. Meðan hún var lokið inni í íbúðinni var hún neydd til vændis. Brotin niður og dópuð Sannað þykir fyrir héraðsdómi að stúlkan hefði átt að stunda vændi hérlendis. Segir í dóminum að framburður stúlkunnar hafi í upphafi verið á reiki. Til að mynda hafi hún ekki gefið upp rétt nafn. Vísað er til alþjóðlegra skilgreininga um að fórnarlömb mansals verði fyrir sálrænu áfalli þegar þeim hafi verið hótað og þau beitt ofbeldi. Þau séu oft send félítil til annarra landa. Þar séu þau ólögleg og treysti sér þess vegna ekki til þess að gefa sig fram við yfirvöld. Þegar fórnarlömb hafi verið brotin niður telji þau sig oft háða gerendunum og treysti þeim betur en lögreglunni. Átti ekkert val Eftir að stúlkan kom til landsins var henni komið fyrir í íbúð í Keflavík. Þaðan hvarf hún og kom ekki fram fyrr en nokkrum dögum síðar. Í dóminum segir að á þessum tíma hafi verið farið með hana í íbúð í Hafnarfirði. Þar hafi hún verið „prófuð", eins og segir í dóminum. Þar var hún látin veita tveimur mannanna munnmök. „Hún kvaðst hafa látið þetta yfir sig ganga þar sem hún hafi ekki átt neitt val," segir í dóminum. Hún hafi á þessari stundu gert sér grein fyrir að ætlast væri til þess að hún stundaði vændi hér á landi. Ótrúverðugur framburður Fram kemur í dóminum að framburður allra ákærðu þyki ótrúverðugur. Í tilviki Tadasar Jasnauskasar þykir framburðurinn afar ótrúverðugur og fjarstæðukenndur. Samkvæmt dóminum er hann annar mannanna sem „prófaði" stúlkuna. Fram kom í umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 af málinu að í bréfi sem hann skrifaði móður sinni, segði hann stúlkuna ljúga upp á sig. Fjölskipaður héraðsdómur Reykjaness er á öðru máli. Tengdar fréttir Litháar sakfelldir í mansalsmáli Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur. 8. mars 2010 15:08 Litháar fengu fimm ára dóm Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú. 8. mars 2010 15:35 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Enginn vafi er í huga fjölskipaðs héraðsdóms Reykjaness að nítján ára litháísk stúlka, sem kom hingað til lands seint í fyrra, sé fórnarlamb mansals. Ítarlega er greint frá aðstæðum hennar í dómi yfir fimm Litháum sem í dag voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver fyrir mansal. Ung hneppt í vændisánauð Stúlkan var hneppt í vændisánauð í Litháen, þegar hún var 17 eða 18 ára. Hún bar fyrir dómi að henni hefðu verið byrluð eiturlyf, í heimalandi sínu. Við slíkt tækifæri hefði hún vaknað inni í íbúð þar sem hún ekki komst út. Meðan hún var lokið inni í íbúðinni var hún neydd til vændis. Brotin niður og dópuð Sannað þykir fyrir héraðsdómi að stúlkan hefði átt að stunda vændi hérlendis. Segir í dóminum að framburður stúlkunnar hafi í upphafi verið á reiki. Til að mynda hafi hún ekki gefið upp rétt nafn. Vísað er til alþjóðlegra skilgreininga um að fórnarlömb mansals verði fyrir sálrænu áfalli þegar þeim hafi verið hótað og þau beitt ofbeldi. Þau séu oft send félítil til annarra landa. Þar séu þau ólögleg og treysti sér þess vegna ekki til þess að gefa sig fram við yfirvöld. Þegar fórnarlömb hafi verið brotin niður telji þau sig oft háða gerendunum og treysti þeim betur en lögreglunni. Átti ekkert val Eftir að stúlkan kom til landsins var henni komið fyrir í íbúð í Keflavík. Þaðan hvarf hún og kom ekki fram fyrr en nokkrum dögum síðar. Í dóminum segir að á þessum tíma hafi verið farið með hana í íbúð í Hafnarfirði. Þar hafi hún verið „prófuð", eins og segir í dóminum. Þar var hún látin veita tveimur mannanna munnmök. „Hún kvaðst hafa látið þetta yfir sig ganga þar sem hún hafi ekki átt neitt val," segir í dóminum. Hún hafi á þessari stundu gert sér grein fyrir að ætlast væri til þess að hún stundaði vændi hér á landi. Ótrúverðugur framburður Fram kemur í dóminum að framburður allra ákærðu þyki ótrúverðugur. Í tilviki Tadasar Jasnauskasar þykir framburðurinn afar ótrúverðugur og fjarstæðukenndur. Samkvæmt dóminum er hann annar mannanna sem „prófaði" stúlkuna. Fram kom í umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 af málinu að í bréfi sem hann skrifaði móður sinni, segði hann stúlkuna ljúga upp á sig. Fjölskipaður héraðsdómur Reykjaness er á öðru máli.
Tengdar fréttir Litháar sakfelldir í mansalsmáli Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur. 8. mars 2010 15:08 Litháar fengu fimm ára dóm Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú. 8. mars 2010 15:35 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Litháar sakfelldir í mansalsmáli Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur. 8. mars 2010 15:08
Litháar fengu fimm ára dóm Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú. 8. mars 2010 15:35